Til Argentínu
Það eru tómir sigrar þessa dagana í fjölskyldunni. Nú síðast var ég að fá þær fréttir að ég væri komin með Rotary International styrk til að fara í mastersnám í Buenos Aires í Argentínu. Ég er alveg í skýjunum! Saúl brosir, en hefur áhyggjur að praktískum atriðum. Það sem ég er að fara að læra heitir Meistaranám í alþjóðlegum friðarfræðum og lausn átaka (International Peace and Conflict Resolving) og fæst við eflingu friðar, friðsamlegar lausnir á átökum og þróun. 1 1/2 árs nám í einum virtasta og dýrasta háskóla í Argentínu, Buenos Aires. Námið hefst í mars / apríl 2007. Allt borgað, meira að segja einn flugmiði til og frá.
Það eru allir velkomir í heimsókn. Ég sendi ykkur góðan link á borgina svo þið getið farið að hita upp http://www.bue.gov.ar/home/index.php?&lang=en
Kveðja,
Gerður