þriðjudagur, janúar 29, 2008

Gestur Diriangen 4 ára


Gestur orðinn 4 ára og finnst hann vera orðinn stórt barn en ekki lítið lengur. Í gær mældist hann 105 cm og er ekkert nema lappirnar. Á sunnudaginn héldum við afmælisveislu - 25 manns (bara sistkyni Saúl) og mikil stemming. Hún náði hámarki þegar börnin börðu í tætlur brúðu í fullri líkamsstærd sem troðin var út af sælgæti. Þetta yrði nú bannað í Svíþjóð... Video sjást á síðunni okkar og myndir líka. Takk fyrir stafabókina Hulda, nú segist Gestur loks vilja læra að lesa.

Eftir að íslenska fjölskyldan okkar fór heim talar Gestur mikið um að fara til Íslands og í öllum leikjum hjá honum er flogið eða siglt til Íslands. Mest langar hann að leika sér í snjó, en það verður bið á því. Ég reikna með að við mæðginin komum 1. júlí og Saúl þann 5. Hlakka til að hitta ykkur öll þá.

Kveðja úr sólinni (vaxandi hiti og ryk),

Gerður

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ og hó.
Til hamingju með afmælið elsku stóri frændi og það er gaman að heyra að þú skulir LOKSINS ætla að fara að læra að lesa!!! Til lukku með það.
Það var gott, Gerður mín að þú varst búin að skrifa núna í seinni umferðinni minni inn á netið. Ég var þá búin að ná að skoða myndir áðan og ætlaði að setja afmælisóskirnar þar sem hefði auðvitað verið hið besta mál en þá hringdi síminn og netið datt út.
Jæja, en ég er að fara á náttfataball í skólanum, ekki í náttfötum, ein voða leiðinleg, og bið ykkur vel að lifa. Það hefur greinilega verið mikið stuð í afmælisveislunni.
Knus
Hulda

29/1/08 16:22  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku kallinn minn .. Bara orðinn 4 ára,Til hamingju með það.Helga frænka var að skoða myndirnar,aldeilis verið stuð hjá þér elsku kallinn,ég vildi að ég hefði verið þarna í sól og hita í staðinn fyrir í myrkri og kulda á Íslandi.Kyssa mömmu og pabba frá mér..Bless bless,Helga frænka

1/2/08 22:15  

Skrifa ummæli

<< Home