fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Skrifa eða loka!

Í tilefni þess að þetta merkilega blogg verður 2 ára næsta fimmtudag kíkti ég á fyrstu færslurnar. Þar lýsa margir ánægju með þetta framtak Jonathans að stofna bloggið og lofa öllu fögru um þátttöku. Lengi framanaf voru margir duglegir að skrifa, en það sem af er þessu ári hefur verið mikil, mikil deyfð yfir síðunni.

Okkur hér undir miðbaug, og eflaust fleiri, þyrstir í fréttir af fjölskylduni. Ekki bara hverjir eru að stofna fyrirtæki, flytja á milli landa eða taka þátt í maraþonum í útlöndum, heldur líka hver gleðst yfir nýjum borgarstjórnarmeirihluta (eða ekki), hver var að lesa góða bók o.s.frv.

Nú legg ég til að þessi ofur-skipulagða og ritfæra fjölskilda taki upp sístem. Sá sem á bústaðinn þá vikuna á líka bloggið og verður að sjá til þess að a.m.k. ein færsla komi inn. Viðkomandi getur skrifað hana sjálfur eða fengið hvern sem er til að gera það - sín eigin börn eða aðra. Þeim sem ekki eiga vikuna er auðvita frjálst að senda inn pistla líka hvenær sem er. Vonandi verður aukið líf á síðunni til þess að allir verði duglegri að senda inn.

Hlakka til að frétta meira af ykkur!

Kveðja,
Gerður

1 Comments:

Blogger Jonni said...

Rétt hjá þér frænka. Það hefur verið allt of mikil deyfð hér undanfarið. Ég lofa að bæta úr þessu á morgun (föstudag) og skrifa inn góðan pistil um okkur baunana :)

2/11/07 09:10  

Skrifa ummæli

<< Home