þriðjudagur, maí 15, 2007

Myndir frá Parísarferð

Ég og Erla komum frá París á sunnudaginn eftir frábærar 4 nætur í þessari yndislegu borg. Það var mikið skoðað og mikið labbað að sjálfsögðu. Ég fer hiklaust aftur til Parísar í framtíðinni :)

Myndirnar má finna hérna á Flickr síðunni minni.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ og hó bæði tvö og velkomin heim frá borg borganna eins og stundum er sagt um París, hvort sem það er nú satt eða logið.
En þetta er nú borgin okkar Þórs. Þarna tókum við út þroska upp úr tvítugu og svo aftur upp úr þrítugu!! Oddur er fæddur Hotel Dieu spítlanum á Cité eyju ská á móti Notre Dame kirkjunni. Algjörlega í hjarta Parísar. Við Þór fórum gangandi upp á spítala þegar ég var að fara að eiga hann til að athuga hvort taka ætti mark á verkjunum alveg eins og foreldrar sólskinsbarnsins gera í upphafi bókar nema það var steikjandi sól og hitabylgja. Þá bjuggum við í Mýrinni, við hliðina á Picassosafninu.
Jæja ég gleymi mér alveg!!! Ekki ætlunin að fara út í æfisöguritun hér!
Fannst ekki Guðjóni gaman fyrir austan? Og var hann ekki glaður að koma heim og hitta ykkur?
Knus
Hulda frænka

16/5/07 11:14  
Anonymous Nafnlaus said...

Velkomin heim. Flottar myndir hjá ykkur.
Bestu kveðjur,
Unnur frænka

16/5/07 15:30  
Anonymous Nafnlaus said...

Velkomin heim.
Ég var í París f. 11 árum, voða gaman en virkaði á mig svo mikil stórborg að ég var bara hálf hrædd enda í fyrsta sinn í útlöndum án betri helmingsins.
Jónathan, ég þori varla að segja það en ég er "eins og mamma þín", get ekki skoðað myndirnar.
Ætla að ath. betur e. helgina. Nú er ég að fara í smá frí fram yfir helgi. Verð í roki og kulda í Flatey.
Bestu kveðjur, Gerður frænka

16/5/07 16:28  

Skrifa ummæli

<< Home