þriðjudagur, apríl 17, 2007

Sólskinsbarn


Í kvöld birtist pósturinn með böggul merktan Álfheiði Unu. Álfheiður sem var komin upp í rúm og var að hlusta á kvöldsöguna sína veðraðist öll upp og opnaði böggulinn. Í ljós kom sumargjöf í gjafapappír frá ömmu og afa í Ljósó. Eftir smávegis vangaveltur sannfærðum við hvert annað, þá öll komin upp í rúm að skoða pakkann, að amma og afi myndu áræðanlega leyfa Álfheiði að opna pakkann strax. Úr gjafaumbúðunum kom áritað eintak af hinni nýútgefnu barnabók Huldu frænku, Sólskinsbarn.
Þetta vakti mikla undrun og ánægju þar sem ekkert okkar var kunnugt um að Hulda væri að skrifa bók. Bókin sem var verið að lesa var um leið sett til hliðar og fyrsti kaflinn í Sólskinsbarni lesinn.
Innihaldið lofar góðu og óskum við Huldu frænku til hamingju með nýju bókina. Um leið sendir Álfheiður afa sínum og ömmu kærar þakkir fyrir sendinguna í von um að það hafi verið í lagi að taka smá forskot á sumarið.

3 Comments:

Blogger Jonni said...

Verður maður ekki að næla sér í eitt eintak af þessu meistaraverki? :)

Heyrist það ...

18/4/07 07:13  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt sumar Óli, Jóna og Álfheiður Una. Skemmtileg saga þarna. Þessi köttur er nú bara eins og hundur, ferlega stór.
Gerður frænka

20/4/07 15:45  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt sumar kæru hjón og Álfheiður Una, þó seint sé. Og gleðilegt sumar öll hin og Jonathan minn, ég vona að þú sért búin að renna í gegnum meistaraverkið! Ég kynni það fyrir 5 ára og upp úr!
Ég er svona rétt að komast í jarðsamband aftur eftir hestískar vikur á Íslandi.
Takk fyrir að skrifa um Sólskinsbarnið á bloggið. Ég er svo léleg að ég get ekki byrjað nein skrif annars hefði ég verið búin að pota þessu á fjölskyldusíðuna. Bróðir reyndi líka að aðstoða mig en eitthvað er að bögga okkur varðandi bloggið!
Vona að þið hafið notið sögunnar áfram og gaman væri að fá komment frá þeirri ungu hafi eitthvert gullkorn hrokkið af vörum hennar varðandi efnið!!!
Kveðjur og knus.
Hulda frænka
Kötturinn þykir líkur kanínu!!

6/5/07 10:42  

Skrifa ummæli

<< Home