Týndi sonurinn
Jæja þá er komið að því að fara að fylgjast betur með hér á blogginu og setja inn uppfærslur og breytingar í fjölskyldunni á bloggið. Komst að því í gær að allir litlu frændurnir voru búnir að plana að hittast en Stefán Máni er í Litla Íþróttaskólanum á laugardögum honum til mikillar skemmtunar. :o) Ástæðan fyrir því að ég svaraði aldrei neinum mailum er sú að ég er með nýtt mail. það er unnar_oli@hotmail.com Ég hætti með hina af því ég komst að því að þar er eða alla vega var enginn póstur síaður og greið leið fyrir vírusa. Eða eitthvað svoleiðis.... Annars er allt gott að frétta héðan úr Laufenginu Stefán Máni er alltaf algjör perla og Vala farin að fá góða bumbu :o) Á morgun verður Þorrablót hjá móðurfjölskyldunni hennar Völu. Það byrjar seinnipartinn en við feðgar munum allavega byrja í Engjaselinu og bönkum uppá á slaginu 15:30 í kaffi og mjólk :o) Ég vill líka nota tækifærið og óska öllum afmælisbörnum mánaðarins til hamingju með sína afmælisdaga! það er hver merkisáfanginn á fætur öðrum hjá okkur. Best þykir mér að Óli Dan verður alltaf þessum tæpa mánuði eldri en ég!! :o) Ennfremur vill ég þakka fumburði annarar kynslóðar fyrir fjölskylduræktina.
Sjáumst í Engjaselinu!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home