miðvikudagur, janúar 03, 2007

Unnur María fimmtug

Í dag er elskulegust litla systir mín orið stór, já orðin fimmtug. Það eru auðvitað stór tímamót í lífi hverrar manneskju að ná þeim áfanga að verða hálfrar aldar gömul.
Það er sem sagt hálf öld liðin frá því að mamma lagðist í sjúkrakörfuna í kjallaranum í Akurgerðinu og var borin út í sjúkrabílinn og pabbi fylgdi með. Eftir stóð amma Sigurbjörg með þrjár systur og lítinn þriggja og hálfs árs snáða sem þarna á sínar fyrstu minningar í lífinu. Og mamma kom til baka með pínulítið barn sem hún sýndi drengnum. Barnið stækkaði og drengurinn stækkaði jafnframt og stærð systurinnar litlu í hjarta drengsins stækkað einnig. Og þannig er það enn þann dag í dag, enda Unnur systir engri lík. Tryggð hennar og umhyggja fyrir ættingjum og vinum lætur engan ósnortinn sem til þekkir.
Ég sendi þér og þínum mínar bestu kveðjur á afmælisdeginum þínum elsku systir og óska þér alls hins besta í framtíðinni með vernd allra góðra vætta sem yfir þér vaka. Hafðið það sem allra best á Kanarí.
Donni bróðir

11 Comments:

Blogger Jonni said...

Til hamingju með stór-afmælið Unnur frænka. Já, það er skammt stórra högga á milli hjá ykkur systrum.

Til hamingju með daginn og hafið það gott.

Kveðja frá okkur í Kaupmannahöfn.

Jonathan og fjölsk.

3/1/07 08:12  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með þennan merka aldursáfanga elsku Unnur mín.
Megir þú blómstra og mikil gæfa og gleði bíða þín í seinni hálfleik lífsins.
Já, öll munum við þá tíð þegar þú fæddist og ég man það þannig að mamma stóð við eldavélina og var eitthvað að bjástra og Lettla sat á stól og kjaftaði við hana þegar mamma fékk hríðir. Það var örugglega hringt á sjúkrabíl en þá lét ég mig hverfa og faldi mig hjá Gerði vinkonu því ég gat ekki hugsað mér að sjá mömmu borna út í sjúkrabíl. Það var alltaf þannig að allir krakkar hverfisins söfnuðust kring um sjúkrabílinn þegar hann kom í þá daga og fylgdust forvitnir með þeim sem í körfunni lágu og að vera í þeim hópi var bara óbærileg tilhugsun.
Mamma rétt náði svo upp á spítala áður en þú skaust í heiminn svo pínulítil eins og þú varst.
Jæja, ég ætlaði ekki að skrifa ritgerð en nú er ég búin að því.
Bestu kveðjur til ykkar allra og njótiði Kanarí.
Þór sendir bestu kveðjur.
Þín systir Hulda

3/1/07 11:06  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn elsku Unnur mín. Ég man ekkert eftir þessu þegar þú komst í heiminn nema það sem Donni og Hulda hafa sagt mér. Kanski var ég úti á túni að leika mér, nei bara grínast. Gestur ofnæmi var hér (mæla bl.þr.) og biður að heilsa. Kveðja til Bigga og stelpnanna og eigðu góðan dag elskan.
Þín systir Gerður

3/1/07 11:44  
Blogger Jonni said...

Í tilefni þess að Unnur frænka og mamma eiga stórafmæli setti ég upp myndasíðu með myndum úr albúminu hennar ömmu. Mamma kom með myndirnar hingað út um jólin og setti ég þær í tölvuna mína. Nú geta allir notið þess að skoða albúmið í stafrænu formi hvar sem er og hvenær sem er.

Hlekkinn í myndaalbúmið má finna á forsíðu bloggsins undir Myndasíður (áður Arfurinn).

Guð blessi internetið!

Aftur, til hamingju með daginn frænka :)

3/1/07 11:59  
Blogger Gerður said...

Elsku Unnur.
Innilega til hamingju með daginn. Ekki man ég eftir því þegar þú fæddist en ég man mjög vel eftir frekju, grenjukastinu sem ég fékk þegar þú varð að verða 19 ára, eða þar um bil. Þú varst inni á baði, uppi í Akurgerðinu að mála þig og ég grenjandi frammmi á gangi. Mér fannst ég vera að missa Unni mína því nú væri hún að verða svo gömul... Annað hvort hefur þú yngst eða ég elst, en þessi tilfinning er alla vega löngu farin!
Njóttu dagsins!
Gerður Gests

3/1/07 13:01  
Anonymous Nafnlaus said...

Kæra frænka,

Til hamingju með þennan merka áfanga. Ég man ekkert eftir því þegar þú fæddist, frekar en móðir mín. En ég man fjölmargar góðar stundir og þakka fyrir þær. Hafðu það gott í dag og alla daga.

Maríubarnið

E.s. Frábært hjá þér Jonathan að setja myndirnar frá ömmu og afa inn á netið. Svo gaman að skoða þær. Er hægt að setja texta við þær?

3/1/07 13:59  
Blogger Jonni said...

Heyrðu já, það ætti nú ekki að vera mikið mál. Viltu þá fá texta eða nöfnin á þeim sem á myndinni eru?

Það er svo fyndið hvað svipurinn fylgir öllum langt yfir fimmtugt (þá nefni ég sérstaklega mynd af afmælisbarninu, mynd nr. NG4137.JPG :D)

3/1/07 14:06  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Unnur, stórafmæli enn einnar mikilvægrar persónu í lífi mínu - milljón minningar frá fyrstu tíð - innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins! SMG

3/1/07 15:30  
Anonymous Nafnlaus said...

Frábært framtak hjá þér Jonathan minn að setja myndirnar á netið.
Búin að skoða þær þar líka. Já, það væri gaman að hafa texta með ef það er hægt. Nöfnin á fólkinu og hvar myndin er tekin.
Bestu kveðjur aftur.
Hulda.

3/1/07 19:31  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl og blessuð Unnur mín. Gleðilegt ár og til hamingju með afmælið. Ég átti eftir að hringja til þín en mér sýnist að þið séuð ekki heima. Kærar kveðjur frá okkur á Grundargötunni.
Þín frænka Sunna.

3/1/07 20:03  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Unnur mín.
hjartanlegar hamingjuóskir með afmælisdaginn og um leið mínar kærustu þakkir fyrir allar notalegu samverustundirnar með þér og þínum sl. 25 ár. Með þér er alltaf gott, gaman og gjöfult að vera.
Njóttu nú dagana í sólinni með fólkinu þínu.

Með afmæliskveðju frá unglambinu í Ljósalandinu!
Þín Maggý mágkona

4/1/07 00:25  

Skrifa ummæli

<< Home