þriðjudagur, september 12, 2006

Amma 80 ára

Í dag er 80 ártíð ömmu og margar hugsanir og minningar sem koma upp í hugann. Þeir sem þekkja mig vita að ég trúi ekki á neitt sem ég get ekki bitið í og alls ekki á líf eftir dauðann - því miður. En í gærkvöldi sótti amma ótrúlega sterkt að mér, ég heyrði hana meira að segja tala við mig. Samt áttaði ég mig ekki á því að hún ætti afmæli fyrr en ég kveikti á tölvupóstinum í morgun.... Ég ætti kannski að endurskoða þessa efnishyggju í mér því amma er svo sannarlega mætt í tilefni dagsins.

Litla gull

2 Comments:

Blogger Donni said...

Góð hugleiðing Litla gull. Við eigum mörg minningar frá mömmu og öðrum sem erfitt er að útskýra, nema með þeirri einföldun að eitthvað sé "fyrir handan". Því ef ekki, til hvers er þetta basl okkar í einhver ár hér á þessari jarðkringlu?

12/9/06 09:11  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að lesa þessa hugleiðingu hjá þér Gerður mín.
Mér sýnist á öllu að mamma sé að reyna að fá þig til að trúa öðru en því sem hægt er að sjá og bíta í. Það væri a.m.k. algjörlega í hennar anda.
Gefðu gaum að þessu og fleiru sem þú ert örugglega að upplifa í sambandi við líf eftir dauða.
Kveðja til allra þinna.
Hulda frænka

13/9/06 11:14  

Skrifa ummæli

<< Home