fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Birgir mágur kominn á sextugsaldurinn

Ég vek athygli fjölskyldunnar á því að Birgir mágur minn varð fimmtugur 21. júlí sl. og komst þannig í hóp okkar heldr.... eldri einstaklinganna sem viðeigandi virðingu hljóta meðal hinna yngri í fjölskyldunni. Birgir var "að heiman" þennan dag. Var staddur í fögrum fjallasölum S-Þýskalands með afmælisgjöfinni sem ég gaf honum fyrir margtlöngu, nefnilega systur minni elskulegastri, Unni Maríu. Birgir er mikilsmetinn meðal okkar fjölskyldumeðlima og er einn örfárra sem má skarta því að teljast Indí. Hann hefur auðvitað marga fjöruna sopið um æfina, en best finnst honum þó að súpa öl, smakka eðal viskí og lykta góð koníök.
Við óskum vini okkar hjartanlega til hamingju með áfangann og lyftum glasi honum til heiðurs líkt og "óþekktur" gerir hér að ofan.
Sall mágur!!!!
Jónki

1 Comments:

Blogger Jonni said...

Big Indí slakur í gatinu á þessari mynd. Þetta kann ég að meta. Ham indí með daginn!

10/8/06 07:22  

Skrifa ummæli

<< Home