mánudagur, júní 26, 2006

"Þettel flábælt!"

mælti Gestur Dirangen (2) þegar hann leit yfir Ólafsvelli á laugardaginn þar sem frændfólk hans spilaði fótbolta og sleikti sólskinið, en sápukúlurnar þyrluðust frá Álfheiði Unu (3) og Hafsteini Yngva (2). Jóhann Einar (23) hélt áfram að fagna þeirri gæfu að fá nú að fara að vinna að gerð líkhúss í Grafarvogi en Una Helga (18) drakk af viskubrunni Gerðar (36) sem hefur marga fjöruna sopið hvað varðar utanlandsferðir nýlega eins og fram hefur komið á þessari síðu. Súsanna Margrét (39), expert chez le Conseil d'Europe (á nafnspjald til sönnunar), var sú eina af þessu hörkuliði sem henti sér í döggina þegar líða tók á Jónsmessunótt ("Rallhálf í runna") og náði þar fágætu jarðsambandi sem nýtast mun til góðra verka næsta árið. María (28) gat ekki gleymt meistaranámi sínu í bókmenntafræði eitt augnablik og eyddi því drjúgum tíma í að greina skáldverkið "Ástir aðstoðarlæknis á háls-, nef- og eyrnadeild" en það rit hefur alls ekki hlotið þá athygli sem því ber með réttu. Fulltrúar landsbyggðarinnar, Ólafur Daníel (31) og Jóna Bergþóra (31), stóðu sig manna best í eldamennsku á föstudagskvöldinu en varð heldur betur á í messunni þegar þau lögðu af stað í bæinn næsta dag: Kl. 15:15 uppgötvaði Ólafur að hann hafði gleymt sólgleraugunum sínum og hringdi í föður sinn, Jón (53). Kl. 15:16 fann Jóhann Einar gleraugun. Kl. 15:17 var hringt í Ólaf til að færa honum fréttirnar. Fjölskyldunni tókst sem sagt að leysa málið á tveimur mínútum sléttum.

Vonandi verðum við ennþá fleiri saman að ári - því að eins og ég hef nefnt áður er ómetanlegt að eiga fjölskyldu sem maður ekki aðeins nennir að eiga samskipti við heldur finnst beinlínis bráðskemmtileg.

3 Comments:

Blogger Jonni said...

það er rétt Margrét, við erum með eindæmum skemmtileg. Ég segi stundum fólki frá bloggsíðunni góðu og fólk gapir og segi "Vá, en sniðugt."

26/6/06 19:56  
Blogger Súsanna Margrét said...

Já - fyrst við erum hér á "lokaðri" vefsíðu er óþarfi að vera með einhverja uppgerðarhógværð ... Verður ekki örugglega 100% mæting meðal afkomenda Helgu á næsta ári???

27/6/06 10:36  
Blogger Oddur I. said...

þetta var æði! Svarti-pétur hefur aldrei verið jafn skemmtilegur. og trivial frá 86! hehe... og við frændurnir (jóhann, valli og oddur) og una helga (hún er 19 ára! til hammó)héldum í miðnæturgöngu meðfram læknum til að tékka á fossinum og rifja upp gömul æskusprell (t.d. þegar ég, þórður og valli ákváðum að labba lækinn þangað til við kæmum að veginum, og löbbuðum svo veginn heim eins og kóngar í ríki sínu). sigrún og linda ("sisters of beauty" eins og donni kallar þær, og hittir þar naglann rækilega á höfuðið) slöppuðu af í bústaðnum á meðan. takk frændur og frænkur... það verða svo fleiri að láta sjá sig næsta ár! kveðja

Oddur I.

2/7/06 13:55  

Skrifa ummæli

<< Home