Hitabylgja, ströndin og daglega lífið
Sæl nú.
Þá ríður yfir bjórglaða Danina fyrsta hitabylgja sumarsins. Ekki förum við litla fjölskyldan í Frederiksberg varhluta af hitanum og er það nú orðið fyrsta verk dagsins að fara inn í eldhús og kíkja á hitamælinn. Tveggja stafa tölur kl. 8 á morgnanna er nokkuð sem Íslendingar eru ekki vanir að sjá.
Helgina nýttum við okkur til að fara norður eftir Sjálandi og til Klampenborg. Þar er staðsett ein besta baðströnd Danmerkur og er hún alltaf mjög vel sótt, sérstaklega yfir heitustu mánuðina. Við komum okkur fyrir á teppi og handklæðum og sprautuðum yfir hvort annað sólarvörn 30 eins og það væri enginn morgundagur. Þarna láum við og dúlluðum okkur á milli þess sem við fórum í sandinn og niður að sjónum sem var í kaldara lagi þennan daginn (enda bara byrjun á júní). Nóg var af fólki og allir greinilega mjög ánægðir að sjá sólina loksins eftir annars blautan maí mánuð. Sumir voru jafnvel full ákvafir og höfðu ákveðið að fara úr öllu og flagga í heila sólinni til heiðurs. Flestir reyndar að skíða yfir sjötugs aldurinn .... say no more.
Eftir hæfilega langa legu á ströndinni löbbuðum við yfir í Bakken sem er staðsett þarna rétt hjá. Liltu gaurarnir (Runi og Heiðrún voru auðvitað með) lögðu sig aðeins eftir annasaman morgun á meðan við fullorðna fólkið skoðuðum bjórdælurnar á svæðinu. Þegar allir voru vaknaðir og orðnir hressir var farið í "bílana" og auðvitað "endurnar" sem snúast í hringi. Veðrið hélt auðvitað áfram að gæla við okkur og hitastigið orðið hættulega nálgt 30 gráðum sumstaðar.
Seinnipartinn fórum héldum við svo á stað heim en gerðum stopp í miðbænum þar sem við settumst á lítinn ítalskann veitingastað og gæddum okkur á pasta og pizzum. Virkilega góður endir á góðum degi.
Annars er allt gott að frétta af okkur fjölskyldunni. Erla er í óða önn við að klára ritgerðina sína og ætlar að skila henni á morgun. GI gengur svo vel hjá Lotte og líður greinilega mjög vel hjá henni. Hún er mikið með barnabarnið sitt sem heitir Eleane og er ný orðin 4 ára. Þau eru voðalega góðir vinir og gaman fyrir GI að hafa smá félagsskap yfir daginn. Sjálfum gengur mér mjög vel í vinnunni og er upptekinn sem aldrei fyrr.
Þann 11. júlí (eftir tæplega mánuð!!) höldum við svo á vit ævintýranna á Tenerife. Mikið hlakkar okkur til enda aldrei farið saman til útlanda sem fjölskylda. Það verður fínt að slaka á við sundlaugabakkann með coctail í annari og sóláburð í hinni.
Væri gaman að heyra frænkum mínum og frændum, hvað er að gerast og svona :)
Hilsner frá sunny köb!
Jonathan frændi
P.S Á myndinni er Guðjón Ingi að kyssa Bölle (risa bangsann sem hann fékk frá Anette í afmælisgjöf).
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home