miðvikudagur, maí 03, 2006

Komin frá Tyrklandi, á leið til Nicaragua


Gunaydin öll sömul. Ég var að koma frá Tyrklandi þar sem ég var á tyrkneskunámskeiði og féll á lokaprófinu. Hér til hliðar má sjá mynd af okkur í fyrsta tímanum. Þetta er hluti af Evrópuverkefni sem ég er að taka þátt í og fjallar um aðlögun innflytjenda að samfélaginu. Við tvö sem fórum héðan blogguðum um þessa reynslu, sem var mjög áhugaverð. Bloggið er á ahus.blog.is . Gestur var hjá pabba sínum, sem stakk svo reyndar af til Köben, svo hann var mest hjá ömmu og afa. Honum leið greinilega mjög vel þar.

En núna á föststudaginn erum við að fafa öll sömul til Nicaragua og verðum í mánuð. Ég hlakka mikið til. Það verður gaman að hitta allt fólkið aftur og fyrir Gest að sjá ömmu sína og frændfólkið i fyrsta sinn. Við erum að fara að taka við húsinu sem er búið að vera að byggja fyrir okkur undanfarna mánuði. Þar mun tengdamamma búa ásamt bróður Saúl. Ég set hér með mynd af framhliðinni á húsi nágranna okkar sem er eins og okkar, nema liturinn. Ég vona að þið skemmtið ykkur vel yfir Júróvisjón og kosningum og við hittumst í júní - a.m.k. síðustu helgina í júní uppi í Akurgerði.

Kveðja, Gerður, Saúl og Gestur Diriangen

3 Comments:

Blogger Jonni said...

Hoş geldiniz ev ve -si olmak a iyi çelme takmak!

Veit ekki hvort það var eitthvað vit í þessari setningu en á íslensku mundi þetta vera "Velkomin heim - góða ferð!"

3/5/06 11:57  
Blogger Unnur María Ólafsdóttir said...

Elsku Gerður mín og þið öll. Góða ferð til Nigaragua og góða skemmtun. Unnur

4/5/06 08:54  
Blogger Donni said...

Það er skammt stórra högga á milli hjá þér kæra frænka. Sendu endilega fréttir og myndir frá Nigaragua þannig að við getum fylgst með. Til hamingju með húsið og góða ferð öll sömul.
Donni bró

4/5/06 13:40  

Skrifa ummæli

<< Home