Solla stirða stígur fram
Sæl veriði öll sömul frændur og frænkur, flest fyrir sunnan og jafnvel í útlöndum. Venjulega er ég frænka ykkar, Álfeiður Una dóttir hans pabba míns og hennar mömmu minnar. En stundum er ég ákaflega dugleg í leikfimisæfingum, fer í splitt og spíkat og hvað þetta heitir nú allt saman. Þá er ég eins og hún Solla stirða, sem ég er mjög hrifin af. Þennan leikfimiáhuga á ég að rekja til afa Donna, sem er líka voðalega duglegur í leikfimisæfingum. Á öskudaginn, í leikskólanum mínum sem heitir Naustatjörn, var ég auðvitað Solla stirða allan daginn og gerði allar æfingarnar, en mikið var ég þreytt þegar deginum lauk og sofnaði í fanginu á henni mömmu minni. Venjulega sef ég í prinsessurúminu mínu sem hann afi Donni smíðaði fyrir hana Unu Helgu frænku mína og afi hennar prjónaði, eins og Una Helga sagði, þegar hún var lítil prinsessa. Ég hef erft svolítið af prinsessugenunum og leiðist ekki að vera prinsessa.
Jæja ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra að sinni, vildi bara lofa ykkur að frétta af mér, því ég hef haft mjög gaman af því að sjá alla litlu frændur mína hér á síðunni og frétta af þeim.
Ykkar Álfheiður Una
3 Comments:
Hæ elsku litla frænka mín sem ert orðin svo stór þegar ég sá þig um daginn í Ljósó. Þú ert rosalega flott í Sollu búningnum og ferð í splitt og allt. Segðu mömmu og pabba að við séum svo ánægð að þið séum komin inn á bloggið.
Kær kveðja, Unnur frænka
Gaman er að sjá ÁUÓ hér í gervi Sollu stirðu, og ástæða til að hrósa foreldrum hennar fyrir að vera nú aldeilis farin að blogga - og meira að segja svo klár að bloggið birtist í nafni Donna ...
Já við erum ekkert smá líkar mæðgur - það gera freknurnar!!
Margrét, þurftir þú nú endilega að fatta þetta með bloggið í boði Donna??? :)
Skrifa ummæli
<< Home