Fjölskyldan fundaglaða
Ólafsbörnum finnst gaman að funda. Þau funda um allt sem þeim dettur í hug. Þau funda jafnvel um það að halda fund. Ólafsbörn eru því fundaglöð. Einn er sá fundur sem gleður þau meir en aðrir, það er að funda um sumarbústaðinn sinn, Akurgerði, sælureitinn í Borgarfirði. Eitt Ólafsbarna (sem sér allt í ferlum og hugsar í kössum, er m.ö.o. ferlega leiðinlegt barn, telur nauðsynlegt að fá ákvarðanir og niðurstöður út úr þessum fundum) tekur að sér að leiða fundinn áfram. Hin fylgja með oft upptekin af fleiru, eru á mörgum fundum í einu. Dæmigerður bústaðarfundur gæti verið á þessa leið:
Sá leiðinlegi: Jæja ég set þá fund og spyr hvort fundargerð síðasta fundar sé samþykkt?
Systir: Ha hvaða fundargerð? Er hún eitthvað merkilegri en hinar? Já elskan mín við samþykkjum hana auðvitað, er þetta ekki alltaf svo ákkúrat hjá þér?
Sá leiðinlegi: Þá göngum við til dagskrár. Við ræðum fjármál síðasta árs. Gjaldkeri hvað er til í sjóð...........
Systir: Gasalega er lekkert á þér hárið! Varstu að setja í það stípur eða hvað?
Sá leiðinlegi: Við erum hér að ræða bústaðamálefni reynum að halda okkur við það. Framkvæmdir í sumar. Við ætlum að halda áfram með vinnuna við.....
Systir: Góð þessi kaka hjá þér. Gefðu mér endilega uppskriftina ég á nefnilega að halda saumaklúbb með vinkonunum og vantar svo....
Sá leiðinlegi: Má ég vekja athygli fundarmanna á því að við erum að funda um sumarbústaðarmálefni. Nú það voru framkvæmdirnar já, hafiði eitthvað til málanna að leggja hvað það varðar? Við þurfum endilega að klára....
Systir: Vitiði að mammennar Védísar vinkonu var lögð inn um daginn, alveg ferlega veik. Eitthvað í lungunum og svo er að hrjáana.....
Svona mjakast fundirnir áfram og allir una glaðir við sitt. Að lokum er kominn langur listi yfir vonir og væntingar varðandi framkvæmdagleði barnanna og þau himinsæl. Hafa afgreitt öll sín helstu mál á einnri langri kvöldstund, því í fundina þarf að ætla góðan tíma.
Slíkan fund héldur Ólafsbörn síðast í gærkvöldi. Þar var að venju margt til umræðu og langur listi framkvæmda og margar hugmyndir reifaðar.
Eitt var það sem ritara félagsins var falið að koma á framfæri nefnilega, að Ólafsbörn hafa af alsnægtum sínum ákveðið að ljá aftur þriðju og fjórðu kynslóð bústaðinn til afnota líkt og sl. sumar. Skal miða við helgina sem hefst 30. júní. Ólafsbörn munu auðvitað ekkert skipta sér af framkvæmd hátíðarinnar, verði til hennar stofnað, frekar en í fyrra.
Er þess vænst að tilkynnig þessi sé hér með orðin heyrum kunn þótt lesendur þurfi að lesa sig gegnum tafsið hér að framan, en slíkt þarf að fylgja með til að skiljist að ákvörðun sem þessi er ekki bara "bob sumarbústaður!"
Ritari
5 Comments:
ætli fólk verði ekki bara orðlaust við lesturinn? :)
Sæl ljón og þið hin.
Auðvitað átti ég að senda út á bloggið 33. ára afmæli þess að ég varð pabbi þann 27. feb. sl.
Var búinn að skrifa pistilinn í huganum, en algerlega örmagna eftir frásögn af dæmigerðum bústaðafundi...........
Til hamingju ég (sic)!
D
Sæl öll. Ég hef verið dugleg það sem af er árinu að óska þeim ættingjum sem ég vissi að ættu afmæli til hamingju með daginn. Svo átti Vala afmæli á sunnudegi og ég hugsaði að ef ég héldi þessu áfram þ.e.a.s. að óska afmælisbörnun til hamingju þá kæmi að því að ég gleymdi einhverjum og svo veit ég ekki alveg um alla. T.d. Saul. En auðvitað óska ég Völu og Kidda til hamingju með afmælin sín.
Donni minn mér finnst þessi fundapistill þinn svolítið ýktur. T.d. hafa systur mínar ekki tekið eftir því að ég er búin að láta klippa mig stutt.
Bestu kveðjur til ykkar allra.
Unnur
hahaha ... góður.
Auðvitað las maður spekina í bróðir.En ég varð orðlaus ætlaði alltaf að byrja..en hvernig er hægt að gefa comment á svona skrif..Það er bara einn Donni bró og hann dettur annað slagið í þennan fluggír.Jesús minn.
Það er rétt hjá Unsu no comment á greiðsluna og Frumbinn varð að yfirgefa fundinn.
En til hamingju allir...Til hamingju Ísland með afmælisbörnin
Bææ Helga
Skrifa ummæli
<< Home