fimmtudagur, maí 04, 2006

Systkinin rokkuðu í Ljósalandi

Eins og fram kom áður á blogginu að þá héldu systkinin systkinamatarboðið í Rokklandinu Ljósalandi að þessu sinni eða 18. mars. Að venju var mikið stuð og læt ég þessa mynd fylgja með þar sem sést best stuðið á systkininum. Því miður vantar einn stuðboltan á myndina en við bætum úr því í end maí er við sameinumst hjá henni í Lyon en fyrst kemur hún heim og nær í okkur.

8 Comments:

Blogger Jonni said...

haha, þessi mynd er örugglega 5-6 prómíl gæti ég trúað!

Rauðvíns/sósu bletturinn á skyrtunni hans donna gerir alveg útslagið :D

Good times.

4/5/06 09:03  
Blogger Unnur María Ólafsdóttir said...

Að vísu var myndin tekin í lok rokksins en allir samt í stuði og ekki var hann bróðir minn með neina sósubletti á sér heldur er þetta gap á skyrtunni (á milli talna) you now. (Stækkaði myndina upp svo ég sá það vel:)

4/5/06 10:41  
Blogger Donni said...

Það er stuð á rokkurunum en andsk.. er maður nú farinn að gamlast. Nei rauðvínið liggur ekki utaná aldraða stuðboltanum heldur í vömbinni á honum þegar myndin er tekin. Talandi um raðuvín, þá skal vakin athygli á því að í gluggakistunni standa rauðvínsflöskur sem veitt var úr en þar má sjá Cataunöff du Pap og Cotes du Rhone, hvoru tveggja vín úr Lyon-héraðinu sem var auðvitað þema kvöldsins.

4/5/06 13:52  
Anonymous Nafnlaus said...

Úff, Unnur mín, varstu ekki með eitthvað skárri mynd. Það var búið að ákveða (sjá neðar á blogginu) að setja ekki inn mynd nema allir væri samþykkir. Samt held ég að ég sé skárst af okkur. Úll la la. Bara grínast.
Stuðkveðjur, næst kemur mynd frá vinnuhelgi (kvöldverði).
Gerður
P.s. Ég er nú svo oft búin að skrifa komment sem komast ekki áfram ??
En María sagði mér að gera svona eins og ég geri núna. ? hvort virkar.
Ég er alveg ómöguleg í passwordum
og userneimum. Nú er spurning er síðasti stafurinn g eða q.

4/5/06 22:54  
Anonymous Nafnlaus said...

Ætla að prufa einu sinni enn.+
Gerður

4/5/06 22:58  
Anonymous Nafnlaus said...

Úff. núna segir komin 6 komment, en hvar eru mín. Og líka stendur hér your komment has been saved.
En hvað, sjást þaú ekki.
Gella geit

4/5/06 23:00  
Anonymous Nafnlaus said...

Búin að fatta þetta, hélt að nýjasta væri efst en alltaf var Jónatan þar (hugsuðurinn).
Tregasta af öllum tregum

4/5/06 23:05  
Blogger Unnur María Ólafsdóttir said...

Hva..er þetta ekki fín mynd. Hún var allavega skárst af okkur öllum. Sammála þér Hulda. Það er stuð í þessu. Hlakka til að sjá mynd frá kvöldverði í vinnuhelgi á blogginu.

5/5/06 12:15  

Skrifa ummæli

<< Home