Hamingjuóskir með afmælið
Sæll Elsku frændi.
Þá er komin 9. maí. Til hamingju með afmælið. Styttist í stóru töluna (samt ekki svo stór).
Vonandi áttu góðan dag og það hafi verið gaman á sunnudaginn í afmæli litla kallsins.
Ég sé að það er geggjað verður í Köben. Það er eins hér nema of mikið mistur.
Kærar kveðjur og hafið það gott. Unnur frænka.
4 Comments:
Takk kærlega fyrir það elsku frænkur. Gaman að fá hamingjuóskir á afmælisdaginn.
Vildi líka nota tækifærið og óska honum Jóhanni frænda mínum til hamingju með útskriftina sína, skilst að útskriftarsýningin hafi verið vel lukkuð :)
Til lukku, til lukku!
María
Tek undir hamingjuóskir til frænda og sonar hans um daginn. Vitið þið að það er að koma frábær íslensk leiksýning til Köben 30. og 31. maí? Eldhús eftir máli, geggjuð sýning. Kjörið að kynna ísl. menningu fyrir útlenskum vinum, sjá nánar á vef Konunglega leikhússins: http://www.kglteater.dk/Forestillinger/Skuespil/Islandske_nationalteater.aspx
Já, ég mæli líka með Eldhúsi eftir máli. Mjög skemmtileg sýning.
María
Skrifa ummæli
<< Home