Dagurinn í gær í myndum

Mig hefur lengi langað til að mynda dæmigerðan dag í lífi mínu. Í gær (4. maí) tók ég mig svo til og lét af verða. Ekki náði ég að mynda allan daginn en ég tók myndir á milli 10 og 18 (þá fór ég nefnilega á fótbolta æfingu). Ég tók myndavélina með mér hvert sem ég fór og stillti símann minn á 30 mínútna áminningu. Í hvert skipti sem ég heyrði í símanum reif ég upp vélina og tók mynd, með það fyrir augum að fanga momentið. Ekkert zoom, engar uppstillingar, bara að taka mynd. Svo raðaði ég þessu saman í tímaröð og má sjá útkomuna í hlekk hér fyrir neðan. Hvet alla til að prufa þetta við tækifæri :)
Myndina má sjá hér
1. Að labba niður á lestarpallinn við KB hallen.
2. Opnun Apple verslunar í Magasin (fullt af fólki).
3. Í lyftu á leiðnni í vinnuna með ladda á Vesterbrogade.
5. Bloggað í vinnunni.
6. Ennþá að vinna.
7. Laddi situr fyrir framan mig. Ég sé mikið af honum.
8. Inni í fundarherbergi að tala í símann.
9. Stend fyrir framan tölvuna.
10. Að labba í hádegismat á MacDonalds.
11. Að labba út af MacDonalds.
12. Smettið á ladda aftur.
13. Skjárinn minn enn og aftur.
14. Að hlaupa niður stigann á leið í strætó heim.
15. Á hjólinu á leiðinni að sækja Guðjón Inga til dagmömmu. Hjálmurinn hans í körfunni.
16. Á leiðinni heim á hjólinu með Guðjón Inga aftan á.
17. Í svefnherberginu heima. Guðjón Ingi að horfa á mynd í tölvunni.
18. Að skrifa á miða.
2 Comments:
Rosalega er þetta sniðug hugmynd hjá þér. Ekki svo vitlaust að prófa þetta. Gaman að sjá vinnuaðstöðuna þína og umhv. í kringum þig. Hvernig væri að taka myndir úr afmælinu um helgina svo við getum séð af hverju við missum..... bö,hö
Sniðugt! Ég hef lengi verið á leiðinni að gera þetta, reyndar hafði ég hugsað mér að taka mynd á klukkutímafresti frá því ég vakna þar til ég sofna.
María
Skrifa ummæli
<< Home