Dagurinn í gær í myndum
Já, nú er stuð á Akurgerði - maður lifandi! Hulda bað um meira blogg svo ég ætla að láta þessa fljóta af minni eigin blogg síðu (fyrir þá sem ekki vita þá blogga ég um daginn og veginn hér)
Mig hefur lengi langað til að mynda dæmigerðan dag í lífi mínu. Í gær (4. maí) tók ég mig svo til og lét af verða. Ekki náði ég að mynda allan daginn en ég tók myndir á milli 10 og 18 (þá fór ég nefnilega á fótbolta æfingu). Ég tók myndavélina með mér hvert sem ég fór og stillti símann minn á 30 mínútna áminningu. Í hvert skipti sem ég heyrði í símanum reif ég upp vélina og tók mynd, með það fyrir augum að fanga momentið. Ekkert zoom, engar uppstillingar, bara að taka mynd. Svo raðaði ég þessu saman í tímaröð og má sjá útkomuna í hlekk hér fyrir neðan. Hvet alla til að prufa þetta við tækifæri :)
Myndina má sjá hér
1. Að labba niður á lestarpallinn við KB hallen.
2. Opnun Apple verslunar í Magasin (fullt af fólki).
3. Í lyftu á leiðnni í vinnuna með ladda á Vesterbrogade.
5. Bloggað í vinnunni.
6. Ennþá að vinna.
7. Laddi situr fyrir framan mig. Ég sé mikið af honum.
8. Inni í fundarherbergi að tala í símann.
9. Stend fyrir framan tölvuna.
10. Að labba í hádegismat á MacDonalds.
11. Að labba út af MacDonalds.
12. Smettið á ladda aftur.
13. Skjárinn minn enn og aftur.
14. Að hlaupa niður stigann á leið í strætó heim.
15. Á hjólinu á leiðinni að sækja Guðjón Inga til dagmömmu. Hjálmurinn hans í körfunni.
16. Á leiðinni heim á hjólinu með Guðjón Inga aftan á.
17. Í svefnherberginu heima. Guðjón Ingi að horfa á mynd í tölvunni.
18. Að skrifa á miða.
2 Comments:
Rosalega er þetta sniðug hugmynd hjá þér. Ekki svo vitlaust að prófa þetta. Gaman að sjá vinnuaðstöðuna þína og umhv. í kringum þig. Hvernig væri að taka myndir úr afmælinu um helgina svo við getum séð af hverju við missum..... bö,hö
Sniðugt! Ég hef lengi verið á leiðinni að gera þetta, reyndar hafði ég hugsað mér að taka mynd á klukkutímafresti frá því ég vakna þar til ég sofna.
María
Skrifa ummæli
<< Home