Sjaldséðir eru hvítir hrafnar og Óli Dan á blogginu
Jæja ég skrattaðis loksins til að ná mér í nýtt lykilorð á bloggið þar sem mér var algerlega frábeðið að muna það sem ég valdi forðum daga.
Af okkur er náttúrulega allt það besta að frétta og lifum við sem blóm í eggi norður á Akureyri. Vorum að koma frá Raufarhöfn þar sem við vorum viðstödd skýrn á tvíburunum Rafael og Elías sem eru systursynir Jónu. Nú er hún orðin guðmóðir þeirra og um leið helming barna þeirra systra ef ég man rétt.
Hvað varðar ættarmót þá skiptir það okkur ekki öllu hvoru megin það lendir við mánaðarmótin við verðum í báðum tilfellum á ferðinni á suðvesturhorninu. Við getum reyndar ekki lofað fullri þáttöku fram á laugardagskvöld. Við mundum koma á föstudegi og gista og dvelja eitthvað fram á laugardaginn.
Mamma gamla er nefninlega að útskrifast sem kennari um næstu helgi og verður með eitthvað húllum hæ í bænum. Mánudaginn eftir þrjár helgar erum við svo á leið til Spánar og gætum náð tveimur ættarmótum með góðri skipulagningu ef ákveðið verður að halda það þá. Fjölskylda Jónu er þá með ættarmót í Sandgerði en við myndum reyna að kíkja á báða staði.
11 Comments:
Ég tek undir með systrum mínum Óli minn. Gott að þið skulið vera komin í samband. Hamingjuóskir til mömmu og með "kallinn" í dag. Ég bið líka að heilsa litlu dúllunni minni og auðvitað Jónu líka.
Vona svo að þið farið að ákveða með dag í Akurgerðinu, hvort það verði helgin 24/6 eða 8/7 !!!
Sjáumst svo vonandi í sumar ???
Unnur frænka
Næsta helgi fær mitt atkvæði. Kiddi verður náttúrulega farinn til Danmerkur. Spurning með Jóhann og Unu Helgu. Reyni að hringja í þau.
Já, það er hefð fyrir því í þessari fjölskyldu að bjóða fólk velkomið á bloggið. Það virðist nefnilega vefjast fyrir allt of mörgum ........
Til hamingju Akurgerði með að Óli Dan er hér!
Ég væri til í hitting á laugardaginn næsta, 24/6. Myndi kannski bara mæta á föstudagskvöld. Una Helga er að hugsa málið.
og þetta var Jóhann
Mér heyrðist Þórður ekki spenntur í gær. Sigrún þarf kannski að vinna sína síðustu vakt á Pítunni um helgina. Linda er örugglega til ef stóra systir kemmst.
En bara gott að þetta er komið í gang. Vona bara að þið njótið þess að hittast. Spáin er allavega góð
Ég verð með mína fjölskyldu í giftingarveislum 24. júní og 1. júlí. Þann 25. júní á Vala afmæli og ætlum við að gera okkur glaðan dag þá. Laugardagurinn 7. er því sá eini sem kemur til greina hjá mér. En síðasta helgi var stórfín...algjör afslöppun að fara í bústaðinn og Stefán Máni getur varla beðið eftir að fara í bústaðinn með afa sínum ömmu frá Frakklandi.
Unnar Óli
Smá breyting á planinu... laugardaginn 8.(ekki 7.) erum við að fara í 70. afmæli hjá afa hennar völu og er því út úr myndinni. 29. júlí er líka planaður í giftingarveislu. Mér súnist aðbest væri að ákveða einhverja dagsetning sem hentar flestum.
Unnar Óli
ef ég skil þetta rétt þá er þetta um þessa helgi ekki satt? 23-25. júní? ég er í spileríi á fös. en væri til í að kíkja á lau... það var gaman í fyrra. er ennþá að svekkja mig á að hafa klikkað á spurningunni um mömmu og hennar svefnvenjur.
Gaman, gaman og góða ferð öll sem farið. Það verður sko gaman hjá ykkur. Hafið þið séð veðurspána á netinu ?
Gerður
Þetta síðasta var sko Gerður stóra. Óli minn, skilað góðri kveðju og hamingjuóskum til mömmu þinnar.
Gerður st.
Skrifa ummæli
<< Home