fimmtudagur, júní 22, 2006

Nakin í dögginni ...

Ég stenst ekki mátið að benda (frænd)systkinum mínum á þá staðreynd að aðfararnótt laugardags er JÓNSMESSUNÓTT. Nú gefst sem sagt fágætt tækifæri til að velta sér nakin upp úr borgfirskri dögg eftir miðnætti og endurfæðast þar með á allan hátt. Með þessa staðreynd í huga hyggst ég bruna í Akurgerðið á föstudegi, hlakka til að hitta þar fyrir Óla Dan group og skora á fleiri að nýta sér þetta einstaka tækifæri. Eldri kynslóðin getur kannski bent á góðan blett á landareigninni sem er ekki í augsýn nærsveitarmanna?

3 Comments:

Blogger Donni said...

Tek undir með ljóninu um Gamla lund sem er öllu leynilegri en Ástarlundur. Hins vegar er það mitt mat, að með slíkt bað á ekkert að pukrast. Það er hefð fyrir opinberri böðun í Akurgerði, þar sem baðgestir blasa við Borgarfirði öllum og hálendinu þar upp af. Því er Ólafsvöllur og Ólafstún tilvaldir daggarveltistaðir.
Ég veit ekki hvort ég má nefna það, en það hefur verið farið fram á það við mig, að aka gestum til hátíðarinnar á föstudagskveldi. Má vera að ég yrði svo þreyttur að ég þurfi að slá upp tjaldi yfir nótt og hvílast áður en ég hyrfi aftur til borgarinnar.

23/6/06 11:14  
Anonymous Nafnlaus said...

Hrúturinn segir.
Obba bobb. Ég var í gær að benda Margréti á Ástarlundinn og sagðist hún ekki vera alveg viss hvar hann er. Þannig ef einhver veit betur, vinsamlegast benda Margréti á hann. Ég þori varla að segja eitt (v. Maríu) en þessi lundur sem Hulda talar um, ég kalla hann Ellilundinn vegna þess að þar eru greinilega elstu trén á lóðinni, jæja, ég mæli ekki með baði þar vegna mikils dýralífs í grasinum. Kíkið á það, þá skiljið þið hvað ég er að meina. Þarna var var María mín byrjuð að reka niður hornstaura í væntanlegan kofa sem hún ætlaði að byggja þar en aldrei varð neitt úr.
Ætli verði ekki bara fjör í Akurgerði í kvöld, mér heyrist að verði fjölmennt, allavega ætla dætur mínar allar að ég held og skilja karlana eftir til morguns.

Kv. Gerður st.

23/6/06 12:23  
Blogger Unnur María Ólafsdóttir said...

Ég hélt að allir vissu um Ástarlund.Tek undir með Donna, baðast (daggast) fyrir Borgarfirði.
Heyrði í syni mínum. Hann kemst ekki vegna bíla viðgerða anna og dætur mínar eru að fara í Kirkjugarðspartý í kvöld. Veit ekki með morgundaginn.
Eigið góða stund og góða skemmtun öll sömul.

23/6/06 14:42  

Skrifa ummæli

<< Home