mánudagur, júlí 24, 2006

Indí í Akurgerði

Í útlöndum er til svaka klár karl sem heitir Indí Jóns. Hann
"eltist við bófa og ræningja
og kemur í hendur á fógeta"
eins og segir í hinu ástsæla ljóði um Roy Rogers.
Á Íslandi eru til tveir Indíar. Þeir heita Big-Indí og Don-Indí.

Hér sjást þeir með Big-Indí og Don-Indí með Gest-ekki-Indí, en hann reyndist of höfuðstór til að geta orðið Indí.

Einu sinni fór Don-Indí í Akurgerði til að leggja próf fyrir 3ju og 4ðu kynslóð Akurgerðisættarinnar um hvort þau gætu orðið Indí.


Hér kemur Don-Indí í Akurgerði tilbúinn að leggja þrautirnar fyrir ungliðana. Þær voru margháttaðar og allar erfiðar. Fyrsta þrautin var að geta setið kjurr hjá mömmu í eina mínútu.

Öll leystu þessa þraut með sóma. Þá var komið að næstu þraut sem var að geta leikið í sandinum í 3 mínútur án þess að smakka á sandinum.


Ekki verður annað sagt en þessa þraut hafi þau einnig leyst með sóma.

Nú var komið inn á sérsvið. Gestur kaus að reyna að standa kjurr.


Frábært hjá honum. Náði 45 sek í kyrrsöðu sem er Akurgerðismet.

Hafsteinn lét ekki sitt eftir liggja. Hans sérgrein er tröppugangur.


Alveg meiriháttar. Einn og óstuddur. Keep on walking Hafsteinn!!!

Snemma beygist krókur. Álfheiður Una valdi mjög erfitt atriði. Að týna saman 100 sóleyjar í vönd og færa bústaðnum.


Þetta tókst henni og ekki bara einu sinni heldur fyllti hún bústaðinn blómum.

Nú var komið að lokaþrautinni. Sápukúlublástur. Þrautin er 10 sápukúlur í einum blæstri.

Já Álfheiður, þær eru flognar.... og Hafsteinn koma svo..... þetta er alveg að gera sig.... klára hana þessa...... Ah... jæja það gekk ekki núna en gengur betur næst.

Niðurstaðan hjá 4ðu kynslóð er að Álfheiður og Gestur náðu gráðu í að verða Indí en Hafstein vantaði síðustu sápukúluna. Hann verður því að bíða næstu keppni. Hin skörtuðu húfunni eftirsóttu.

Þau bera því hér eftir nöfnin Álf-Indí og Gest-Indí.

Auðvitað var lögð þraut fyrir 3ju kynslóð. Piltunum var falið að finna aðal muninn á rótarhnyðjunni frá Krossnesi sem er uppstillt í Akurgerði og ástarguðinum í Flatey.


Þrátt fyrir miklar pælingar piltanna gátu þeir ekki fundið muninn og fá því ekki að bera hattinn. Er ljóst að hér hefur eitthvað farið úrskeiðis í uppeldi þessara pilta og ekki að vænta fjölgunar 4ðu kynslóðar frá þeim fyrr en foreldrar þeirra hafa kennt þeim að ráða við þraut sem þessa.

Stúlkurnar fengu einnig verðugt verkefni en það var að telja grösin á Ólafsvelli og höfðu þær til þess heilar 15 mínútur.


Þrátt fyrir yfirlegu tókst ekki að fá fram fjöldann að þessu sinni og engin húfa til þeirra. Niðurstaðan var því klár og kominn tími fyrir Don-Indí að kveðja söfnuðinn.

Að lokum tók Álf-Indí upp gítarinn

og allir sungu saman.

Verið ekki hvumpin frændi og frænka

þótt fáið nú ekki hattinn höfuð á.

Ljóst má vera að liggur ekki í leynið

að þið eruð öll Indí inn við beinið.

Nú er bara að bíða eftir næstu keppni kæru ættingjar.

Ykkar einlægur,

Don-Indí

1 Comments:

Blogger Unnur María Ólafsdóttir said...

Flottir Indíar og skemmtileg Indi-saga. Big-Indí fannst Don-Indi svakalega sniðugur.

9/8/06 12:22  

Skrifa ummæli

<< Home