föstudagur, júní 30, 2006

Fjölskyldan talnaglaða

Eins og vel er vitað hefur þessi ágæta fjölskyla gaman af tölum. Þess til sönnunar þarf aðeins að opna tölfræðibókina góðu uppi í Akurgerði ...

Að baki blogginu okkar liggur nú öflugur teljari sem fylgist vel með öllum gestum sem hingað leggja leið. Þótt aðeins sé liðin rétt rúm vika frá því að mælingar hófust þótti mér við hæfi að deila með ykkur fyrstu tölunum.

Síðustu 7 daga hafa 142 gestir heimsótt síðuna og fóru fram 303 flettingar. Skiptingin er eftirfarandi:

Ísland: 124

Gullbringusýsla
1. Reykjavík: 82
2. Kópavogur: 26
3. Stóra-Vatnsleysa: 14
4. Garðabær: 1

Eyjafjarðarsýsla
1. Akureyri: 1

Frakkland: 9

Danmörk: 5

Bandaríkin: 2

Bretland: 1

Belgía: 1

... og þar hafið þið það :)

3 Comments:

Blogger Súsanna Margrét said...

Guð minn góður, þessi teljari á eftir að opna flóðgáttir alls konar úrvinnslu, súlurita og kökurita (ef uppáhaldsmóðurbróðir minn eða systir mín sem bregst við hér að ofan láta eftir sér það sem þau langar mest að gera þegar þau fá upplýsingar af þessu tagi í hendur). Tær snilld.

4/7/06 11:34  
Blogger Donni said...

Mjög áhugaverð tölfræði sem Jónatan fræængdi minn hefur dregið hér upp. Tek undir með Litla gulli um BE og BNA, en bak við það getur verið einföld Google aðkoma. Það er hins vega Stóra Vitleysa (eða var það Vatnsleysa) sem vekur áhuga minn. Hvert okkar sækir inn á vefinn þaðan? Því ef ekkert okkar er þar að baki, þá er hér á ferð einbeittur brotavilji, eins og við segjum þessir löglærðu eða þannig sko...
Þurfum lengra mælingatímabil áður en við getum farið að mæla meðalaðkomu. Lestur síðu í hvíld, og fjöldi kommenta pr. meðlim. Nauðsynlegt er að mæla hita við brottför af síðu og þannig má lengi telja atriði sem vert er að mæla og skrá.

4/7/06 14:57  
Anonymous Nafnlaus said...

Hrúturinn segir.
Þetta er skemmtilegt hjá þér Jónathan minn. Ég er friðlaus af forvitni um t.d. þetta fólk á Vatnsleysu. Já, það verður gaman að sjá súluritin í framtíðinni.
Annars er aðalerindið að reka á eftir myndum frá Akurgerði, þ.e. þegar þið krakkarnir voru þar.
Kv. Gerður

4/7/06 19:37  

Skrifa ummæli

<< Home