föstudagur, desember 29, 2006

Elsku mamma mín

Þá ertu loksins orðin sextug. Fallegri, fyndnari og skemmtilegri en nokkru sinni fyrr. Þú hefur alið mig upp frá blautu barnsbeini og þegar ég horfi til baka þá verð ég þakklátur fyrir að hafa haft jafn góða og sterka fyrirmynd mér við hlið öll þessi ár. Þú ert alltaf til staðar þegar ég þarf á þér að halda og ég get alltaf leitað til þín ef mig vantar góð ráð.

Hafðu það gott í dag elsku mamma mín og um alla ævi.

Kveðja,

Jonathan

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæl elsku Helga mín.

Hjartanlega til hamingju með daginn. Megir þú eiga góðan dag í faðmi fjölskyldunnar. Njóttu hans í botn.
Góða skemmtun í kvöld.

Ég hringi í þig.
Þín Unnur

29/12/06 13:55  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Helga, ég og mínir sendum þér innilegar afmæliskveðjur. Vona að dagurinn verði þér yndislegur með þínu uppáhaldsfólki. Hlakka til að sjá þig á nýja árinu, glæsilegasta af öllum eins og ævinlega (og ég man sko tæpa fjóra áratugi aftur í tímann).

Bestu kveðjur frá SMG.

29/12/06 13:56  
Anonymous Nafnlaus said...

Hjartanlega til hamingju með daginn og ósk um að hann verði með þeim betri í minningunni. Kær kveðja til Jónathans, Erlu og Guðjóns Inga. Ætla að hringja í þig á eftir en ef það klikkar þá er hér kveðjan. Ég er nefnilega að fara í smá teiti (líklega) og þá er spurning hvenær þið farið út.
Kveðja, Gerður

29/12/06 14:49  
Anonymous Nafnlaus said...

Kæru systkin og allir sem senda mér góðar kveðjur í tilefni dagsins.Alltaf gaman og gott að fá svona hlýjar kveðjur.Og takk fyrir fallega afmælisgjof og frábært afmæliskort,ekki skemmir kveðskapurinn,Takk Þór minn og Hulda. Ég hef það ótrúlega gott í faðmi barnanna sem dekra við mig.Og ekki skemmir að eyða smá tíma með barnabarninu mínu.Í gærkv.fórum við aðeins í tívolí og sáum jólaland GI til mikillar ánægju og borðuðum svo þar.Í kvold liggur leiðin á KOKKERIET og vona ég að það verði huggulegt.Gamlárskv.verðum við með Solbakke vinum,það er collegið sem Runi og Heiðrún búa og fl.íslendingar og sem ein fjolsk.Neita því ekki að ég hef nú saknað ykkar pínu um jólin en það er svo sannarlega bætt upp hér.En svona til gamans það er ekki farandi í búðir þessa daga útsolur að byrja og allt MORANDI af fólki allir virðast vera í fríi milli jóla og nýtt ár,Við sjáumst svo á nýju ári með dúndrandi partý HUM partý,,Bless elskur og eigið gott gaml.kvold.. OG GLEÐILEGT NÝTT ÁR.
Helga sis

29/12/06 14:52  
Blogger Jonni said...

Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

29/12/06 18:25  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Helga (kroppur)

Til hamingju með daginn, já 60 árin
Ég trúi því að það sé gott að vera hjá krökkunum, enda eru þið Erla heppnar með stráka .
ég reyndi að blogga en ég er alger sauður þar og gat það ekki (ekki sent frá mér textann ) nei það er ekki farið að telja.
Mjög mikið að gera í dag ,
Haðu það gott í dag og alla framtíð

Kv Þinn vinur Svenni

(Ég setti þetta inn fyrir þig Svenni minn ;))

29/12/06 18:26  
Blogger Gerður said...

Elsku Elga flænka,

Fjölskyldan Gutierrez óskar þér til hamingju með daginn. Hér heima hafa verið haldnar heilu flugeldasýningarnar þér til heiðurs. Við söknuðum þín líka um jólin, en það er bót í máli að vita að þú hefur það svo gott. Sjáumst á næsta ári!
Gerður, Saúl og Gestur

29/12/06 21:01  
Anonymous Nafnlaus said...

elsku Helga mín.
Innilega til hamingju með 60.ára afmælið í gær, eg get svo svarið fyrir það að þú lítur ekki deginum eldri út en tvítug.. ;)
Hafðu það gott úti í Köben og við sjáumst syngjandi hressar á nýju ári :D

þín Linda María..

30/12/06 18:04  
Anonymous Nafnlaus said...

Helga mín.
Ég vona að afmælisdagurinn hafi verið vel heppnaður og þú í svörtum blúndukjól, maturinn góður og allt það.
Vona líka að áramótin hafi gengið vel fyrir sig með Sólbakkagenginu og óska ykkur öllum gleðilegs árs.
Heyri um þetta allt þegar ég hitti þig næst í dúndrandi partýi!!
Þór biður fyrir kveðju.
Þín systir Hulda

1/1/07 18:22  
Blogger Óli Dan said...

Elsku Helga.

Heill þér sextugri.

Kærar kveðjur frá Akureyri.

Óli, Jóna og Álfheiður Una.

2/1/07 22:55  

Skrifa ummæli

<< Home