fimmtudagur, desember 21, 2006

Helga Ólafsdóttir nær merkum áfanga

Annað kvöld mun ókrýnd fegurðardrottning Íslands leggja af stað í langferð mikla. Förinni er heitið alla leið til Danmerkur þar sem henni mun mæta hálf dönsk móttökunefnd.

Tilefni ferðarinnar er mjög svo mikilvægt. Það skal haldið upp á þrítugsafmæli þessarar blómarósar frá Njálsstöðum Norðurfirði. Á föstudaginn næsta, 29. desember verður farið út að borða að þessu tilefni og vildi afmælisbarnið koma því til skila til allra sem hringja vilja í hana og óska henni til hamingju með áfangann að hringja í símann sinn sem hún er með hér í Danmörku.

Númerið er hér:
(00) 45 2467 9038

Einnig verður hægt að hringja í heimilissímann sem er (00) 45 3879 6119 og/eða senda henni tölvupóst á jonni@skapalon.is

Ég vill sjálfur nota tækifærið og óska henni móður minni ynnilega til hamingju með afmælið í næstu viku. Hlakka til að fá þig annað kvöld.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ elskur.Var að uppgvöta að danski síminn minn virkar ekki,símakortið orðið of gamalt,svo eg er bara með mitt gamla ísl.nr.Jonathan sótti mig sl.nótt og var ég komin í rúmmið ca,04.40 dansk tid.Orðin ansi lúin.
En það er yndislegt að vera komin hingað og GI er algjor dúlla orðinn svo fullorðinn talalar þessi óskop
og ekki smá sem hann syngur og kann af vísum hann er yfir sig hrifinn af ommu helgu.Fórum aðeins út að versla krem og shampo í dag og þegar ég kom inn í búðina sagði ég hvað þarf amma að kaupa..þá sagði hann VARALIT.Æ þetta er voða gaman allt.Svo eru krakkarnir svo ljúf líka, eins og þeirra er von. Vonast eftir línu frá ykkur á skapalon .is,,Hafið það gott..Helga sis

23/12/06 22:25  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég sé að dísin fagra nýtur lífsins í faðmi fjölskyldu sinnar á danskri grundu. Enda ekki við öðru að búast.

Jólakveðjur til Danmerkur og til annarra meðlima Akurgerðis klansins. Vonandi sé ég ykkur sem flest á heimili móður minnar eftir tvo daga.

María

24/12/06 11:04  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl öll elskurnar í Danaveldi.
Komin í 5 stjörnurnar í Espigerði eftir skemmtilegan dag í faðmi fjölskyldunnar. Spiluðum púkk og félagsvist og borðuðum á okkur gat.
Söknuðum ykkar að sjálfsögðu. Vonandi áttuð þið líka góðan dag hvert í annars örmum hjá Annettu frænku og Jens!!!
Það verður skrýtið að halda púkkið að ári þegar Gerður og Gestur og þeirra niðjar allir verða fjarri góðu gamni.
Vonandi nýturðu lífsins Helga mín og safnar góðum minningum í sarpinn.
Kveðjur og knus frá okkur Þór.
Hulda sys

26/12/06 21:19  
Blogger Donni said...

Kæru ættingjar nær og fjær. Stundin er upp runnin. Tíminn er fullnaður. Í dag er merkum áfanga náð í sögu Akurgerðisættarinnar. Frumburðurinn fyllir sex áratugi. Eftir slík tímamót verður auðvitað enginn samur, hvorki sá er fyrir verður eða þeir er upp á horfa. Helga systir orðin sextug. Það er einkennileg tilfinning. Þegar yngri ég var, þá þótti mér slíkur aldur óhugsandi nema þeim sem karlægir væru. En Helga systir hefur sýnt að aldur er afstæður. Hún heldur sínu striki, fögur sem forðum, frísk sem fyrrum og ávallt okkar. Elsku systir, hjartanlega til hamingju með daginn. Megi guð og góðar vættir vera með þér og þínum og vaka yfir þér hér eftir sem hingað til. Mínar bestu kveðjur til ykkar allra í Köben.
Donni bró

29/12/06 09:13  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Helga, ég og mínir sendum þér innilegar afmæliskveðjur. Vona að dagurinn verði þér yndislegur með þínu uppáhaldsfólki. Hlakka til að sjá þig á nýja árinu, glæsilegasta af öllum eins og ævinlega (og ég man sko tæpa fjóra áratugi aftur í tímann). Bestu kveðjur frá SMG.

29/12/06 13:14  

Skrifa ummæli

<< Home