fimmtudagur, október 19, 2006

Linda 17 ára


Þá er litla stúlkan mín orðin 17 ára. Til hamingju með það Linda mín. Mundu svo að aka varlega í framtíðinni.

Við systkinin minntumst þess líka í gær að foreldrar okkar hefðu átt 59 ára brúðkaupsafmæli hefðu þau lifað. Í nokkuð mörg ár hittumst við alltaf í tilefni þess. Fórum út að borða t.d. Ég hef tekið þennan sið upp hjá okkur í fjölsk. þannig að börnin muna alltaf brúðkaupsdaginn okkar.

Hafið það öll sem best,
Unnur

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Óska Lindu innilega til hamingju með afmælið, já og bílprófið og óska henni alls góðs í umferðinni og í lífinu almennt.
Eru þá núna 17 ár síðan við fórum á Brodway og sáum sjóið "Jón Sigurðsson" og Helga drakk wisky og mjólk og rosafjör, með besta borðið í salnum.
Ég man eins og gerst hafi í gær.
Kveðja, Gerður

19/10/06 09:52  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn Linda mín, elsku litla frænka!
Megi allar góðar vættir varðveita þig og blessa utan bíls og innan og fylgja þér hvert sem þú ferð.
Já, það eru sko17 ár síðan Unnur missti af Brodway fjörinu. Ég man ekkert eftir sjóinu en dansinn og fjörið man ég eins og gerst hafi ígær!!
Kærar kveðjur,
Hulda

19/10/06 13:59  
Blogger Donni said...

Æ elsku frænka, sem Donni frændi lét kyssa sig fyrir kexköku fyrir mörgum árum, orðin 17. Til hamingju með það sæta systir í Laufó, já og einnig bílprófið. Notaðu ávallt öryggisbelti og gættu að hraðanum. Já ég man þetta kvöld fyrir 17 árum á Broadway. Við fögnuðum Ellý eins og poppstjörnu. Það var oft gaman í den.
Donni frændi

19/10/06 17:07  
Anonymous Nafnlaus said...

já takk fyrir krakkar mínar:D
og ég fer ánefa varlega í umferðinni (eins og mamma ætti nú að vita manna best) og nota alltaf belti og er rosa varkár:D

Svekkjandi að hafa misst af þessu Brodway fjöri ykkar:D en við mamma vorum bara frekar uppteknar í þá daga:D

19/10/06 17:52  

Skrifa ummæli

<< Home