miðvikudagur, október 18, 2006

Nýja Jórvík

Góðan daginn.

Langaði að deila með ykkur nokkrum myndum úr ferð okkar Erlu til New York. Við lögðum í ferð þessa ferð 4 okt sl. og vorum í 6 daga. Þeir sem hafa einhverntíma komið til New York vita að þessi borg sefur aldrei og það er alltaf eitthvað að gerast. Ég þarf örugglega mánuð í að melta allt úr þessari frábæru ferð.

Ég skrifa svo eitthvað skemmtilegt á næstunni um það helsta sem er að gerast hér hjá okkur hér í Kaupmannahöfn.

2 Comments:

Blogger Donni said...

Fínar myndir frængdi minn og gaman að sjá NY. Ég hef að sjálfsögðu komið upp í Empire State sem þú setur fremsta meðal mynda þinna, enda segir máltækið.... hátt hreykir heimskur sér.... Þannig er nú það. Verður gaman að fá fréttir frá Köben.
Donni frængdi

18/10/06 14:26  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæll Jonathan minn.
Ég var búin að skoða myndirnar á bloggsíðunni þinni og lesa um ferðina. Það var mjög skemmtileg og fróðleg lesning. Þakka þér fyrir það.
Nei, ég hef aldrei komið vestur svo það er greinilega til mikils að hlakka!!
Kær kveðja til ykkar allra og ég vona að Erlu hafi gengið vel í prófinu eða með verkefnaskilin eða hvað það nú var sem hún var að undirbúa fyrir skólann og ég vona líka að þú sért búinn að ná þér af ígerðinni. Þetta hefur verið svolítið hraustlegt!
Kveðja Hulda frænka.

19/10/06 14:06  

Skrifa ummæli

<< Home