föstudagur, janúar 05, 2007

Rafræn Neytendastofa í fréttunum

Fyrir þá sem horfðu á fréttirnar í kvöld þá var frétt um nýja rafræna þjónustugátt Neytendastofu. Það vita það kannski ekki allir en ég (í gegnum idega) fékk það verkefni að hanna rafræna hlutann á síðunni og þann hluta sem um var talað í fréttinni (ekki sjálfa síðu Neytendastofu). Þarna er hægt að senda inn allskonar ábendingar og athugasemdir sem snúa að neytendum á Íslandi. Ef þú ert með gallað fjöltengi eða fannst afgreiðslukonan í Bónus eitthvað dónaleg þá getur þú, á þessari síðu sent inn ábendingu, nafnlausa eða undir eigin nafni.

Fréttina má sjá hérna hérna

Einnig er búið að vera mikið í umtal í fréttunum um nýja fyrirtækið Flugstoðir sem sér um samgöngur í háloftum Íslands frá og með áramótum. Skapalón gerði einmitt síðuna þeirra sem fór í loftið um áramótin (og er reyndar ennþá í vinnslu).

Það má að gamni nefna þriðju síðuna sem Skapalón hefur unnið að síðustu vikur en það er ný síða Askar Capital sem er nýr fjárfestingabanki og hefur einnig verið í fréttum undanfarið. Hún mun opna á næstu dögum.

Kveðjur frá Kaupmannahöfn.

J.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er bara allt að gerast hjá þér! Til hamingju með þessi verkefni. Mér finnst Neytendastofusíðan algjör snilld.

María

7/1/07 17:35  
Blogger Donni said...

Þetta er frábært hjá þér frængdi minn. Máltækið segir að lengi býr að fyrstu gerð. Það varð þín auðna í lífinu að hafa snemma kynni af honum frængda þínum, sem veit allt, og þú gast lært af. Vegni þér ávallt sem best frængdi minn.
Donni frængdi minn

8/1/07 22:42  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að sjá þetta og fá að fylgjast með því sem er að gerast hjá þér, Jonathan minn.
Segi nú bara til hamingju. Tek undir með Maríu að Neytendastofusíðan er frábær og mikils af henni að vænta.
Gangi ykkur áfram allt í haginn.
Hulda frænka

Ps: Ég fór inn á bloggið til að óska Ólafi Daníel frænda mínum til hamingju með daginn en ég get ekki verið fyrst!!!

9/1/07 11:33  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með þetta Jonathan minn. Fínt hjá þér. Ég óska þér og fjölskyldunni gleðilegs árs og alls góðs á nýju ári.
Síðast en ekki síst, þakka þér fyrir að setja myndirnar hennar ömmu þinnar inn á síðuna. Það er svo gaman að skoða þær og þarna hafa allir aðgang. Gerður mín segir að þetta hafi verið margra daga verk hjá þér.

10/1/07 15:51  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleymdi að kveðja. Gerður

10/1/07 15:53  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Jónathan minn ég var að sjá þetta núna, en við hittumst nú í gær. Ég vil líka óska þér til hamingju með Skapalón og sé að þú ert í stöðugri sókn. Til hamingju með þetta allt og góða ferð heim í dag. Unnur frænka

28/1/07 11:16  

Skrifa ummæli

<< Home