Óli Dan 32 ára
Hann er orðinn 32 ára hann sonur minn, Ólafur Daníel blessaður karlinn. Óli Dan er trúbadúr og hefur veitt samferðafólki sínu mikla ánægju með spiliríi. Hann á það til að taka lagið með ungri og efnilegri söngkonu, Álfheiði Unu, og var ég svo heppinn sl. sumar að njóta tónleika þeirra og náði þá þessari mynd hér til hliðar. Auk þess að spila músik finnst Óla Dan gaman að spila á spil, en þó er hans mesta skemmtun að þrasa við föður sinn og njóta þeir feðgar margra ánægjustunda við þá sjálfsögðu fjölskylduíþrótt. Er nú svo komið að afmælisbarnið hefur oftar betur í þeirri íþrótt enda gamli Gráni, faðir hans, kominn af léttasta skeiði hvað þrasið varðar.
Ég óska þér til hamingju með daginn kæri sonur og sendi mínar bestu kveðjur til Jónu og Álfheiðar minnar Unu elskulegrar. Hlakka til að hitta ykkur heil í höfuðstaðnum um komandi helgi.
Pabbi
7 Comments:
Já, það fór aldrei svo að ekki kæmi afmælistilkynning.
Til hamingju með afmælið Óli minn. Þetta er ekki nema þriðja afmælisóskin mín til þín í dag (spennandi hjá þér að finna hinar!)og eins og máltækið segir að allt sé þá þrennt sé þá held ég að það sé fullkomnað!!!
Bestu kveðjur til Jónu og Álfheiðar Unu. Líði ykkur sem allra best.
Hulda frænka
Til hamingju með daginn frændi minn kæri. Hafðu það náðugt á afmælisdaginn.
Kveðjur á línuna.
Jonni frændi
Óli minn Dan til hamingju með daginn í gær..þú hefur örugglega átt góðann dag með dömunum tveim.Bestu kveðjur til þeirra.Hafið það gott elskur
Helga frænka
Til hamingju með afmælið, kæri frændi. Eru ferðalög og börn ekki á meðal áhugamálanna?
María
Jú, jú alveg rétt María. Líka fótbolti og sætar stelpur:)
Kveðja, Jóna
Ég þakka kveðjurnar og minni á að það gleymdist að nefna að ég er skotinn í "tvem" stelpum sem heita **** og *********. ;o)
Þó seint sé ætla ég að nota tækifærið líka og óska Maríu til hamingju með afmælið sem var þann 11. s.l. ef ég man rétt. Hvað hún varð gömul þori ég ekki að fullyrða enda er konum hvort eð er aldrei vel við að talað sé um aldur þeirra. Hún er þó á besta aldri þar sem hún er einhverjum árum yngri en ég.
Þann 11. hefði nafni minn og afi orðið 85 ára og sendi ég honum kveðju yfir móðuna miklu.
P.s. Hulda ég er bara að finna tvær kveðjur.
Skrifa ummæli
<< Home