miðvikudagur, janúar 17, 2007

María, María, María 29. ára

Fagra frænka mín varð einu skrefinu nær því að verða þrítug þann 11. janúar sl. og á hún hamingjuóskir skilið fyrir það afrek. Óli Dan frændi óskaði henni auðvitað til hamingju, undir eigin kveðju sem má sjá hér að neðan.

Mér skilst á ný-tæknivæddu móður minni að ástæða þess að engin kveðja kom frá fjölskyldumeðlimum umræddar fegurðardísar sé að fólk sé ennþá í vandræðum með bloggið. Nú ætla ég persónulega að kippa því í liðinn ...

Nú vill ég að allir þeir sem eru í vandræðum með að setja inn nýja post-a eða setja inn athugasemdir að láta mig vita um hæl. Ég ætla að útbúa lítinn "manual" fyrir þetta ágæta fólk sem er í vandræðum. Það ættu allir að geta sett inn fréttir hér án vandræða og nú eru engar afsakanir teknar gildar. Sendið mér póst á jonni(hjá)skapalon.is eða bara hringið í mig í +45 2826 6119.

PS. Meðfylgjandi mynd er af afmælisbarninu og frænda hennar Stefáni Mána, þetta var eina myndin sem ég átti á lager :)

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

María mín,ég gat ekki á heilum mér tekið fyrr en það var búið að óska þér til hamingju með afmælið á blogginu, til hamingju með árin 29..ósköp eruð þið öll að verða gömul frændsystkinin..mér finst ég enn vera svo ung..en hafðu það gott kæra frænka..
Helga frænka

17/1/07 12:48  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, ég tek undir með Helgu, ómögulegt að fá ekki að seda afmæliskveðju svo Jonathan á þakkir skyldar. Ég ætla að skrifa honum og vita hvort hann getur hjálpað mér.
Sem sagt Maríubarn, þó seint sé, til hamingju með árin þín 29 og megiru vel njóta ársins, þess síðasta með tölunni 2 fyrir framan!
PS
Mér fannst þetta ekki mjög líkt Hafsteini en kveikti ekki á hver þetta var fyrr en ég las það!
Bestu kveðjur úr kósí lítilli risíbúð í Keflavík.
Hulda frænka

17/1/07 18:38  
Anonymous Nafnlaus said...

Tek undir með systrum mínum. Til hamingju með afmælið María mín og takk Jónathan fyrir að skella þessu inn. Ef ég væri klár, hefði ég sett inn svo fína mynda af Maríu og pabba sitjandi í sóffanum þegar María var 20 ára og það var síðasti afmælisdagurinn sem pabbi lifði. Kannski æfi ég mig þegar Jónathan er búinn að kenna mér.
Ég ætla sem sagt að senda þér línu Jónathan minn og biðja um hjálp.
Kveðja, Gerður

18/1/07 14:44  
Blogger Donni said...

Til hamingju með daginn um daginn Maríubarn.
Svo lítur út, að ég sé einn fárra gamlingja í fjölskyldunni sem hef kraflað mig gegnum breytingar á umhverfinu. Þannig var ég í startholunum að setja inn stutta minningu um föður okkar sumra og afa og langafa annarra á þessum merka degi 11. jan., en átti frekar von á kveðju úr Tungubakkanum, enda vissi ég af góðri mynd sem systir getur um hér að ofan. Ég vona að hún komi nú á síðunni okkar þegar systir hefur sótt fróðleik til frængda míns í Köben.
Keep on blogging,
Donni Blogger

18/1/07 18:55  
Blogger Donni said...

Til hamingju með daginn um daginn Maríubarn.
Svo lítur út, að ég sé einn fárra gamlingja í fjölskyldunni sem hef kraflað mig gegnum breytingar á umhverfinu. Þannig var ég í startholunum að setja inn stutta minningu um föður okkar sumra og afa og langafa annarra á þessum merka degi 11. jan., en átti frekar von á kveðju úr Tungubakkanum, enda vissi ég af góðri mynd sem systir getur um hér að ofan. Ég vona að hún komi nú á síðunni okkar þegar systir hefur sótt fróðleik til frængda míns í Köben.
Keep on blogging,
Donni Blogger

18/1/07 18:55  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég þakka góðar kveðjur og vil endilega sjá myndina af okkur afa. Ætli það fari ekki svo að ég sjái um að koma henni inn á netið (eitthvað hef ég litla trú á mömmu minni núna!)

Gerður amma sagði mér svo skemmtilega frá því um daginn þegar þau Jón afi voru í tilhugalífinu. Nú skora ég á eldri kynslóðina að segja okkur sem yngri eru sögur af ömmu og afa. Þetta má ekki gleymast.

Helga mín, þú ert auðvitað ekki degi eldri en ég!

María (29)

22/1/07 23:25  

Skrifa ummæli

<< Home