fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Afmælisstelpurnar


Fyrst mér tókst svona vel í gær ætla ég að reyna að setja inn mynd af afmælisstelpunum sem Helga var að senda mér. Þarna eru þær að sýna afmælisgjafirnar (á handleggnum). Þær héldu ekki stórveislur systurnar heldur voru í sínu landinu hvor þegar dagarnir runnu upp. Önnur var í Danmörku og hin á Kanarý. Síðan hittust þær með systkinum sínum og mökum ásamt Sesselju frænku á dögunum og sýndu gjafirnar sem þær fengu frá systkinum sínum og mökum.
Flókið.....
Vona að allir hafi það gott þessa björtu fallegu vetrardaga. Unnur

3 Comments:

Blogger Jonni said...

bling bling!! :)

8/2/07 08:30  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var flott hjá þér Unnur mín,sætar systur.. verð að segja það... Helga sis

8/2/07 11:15  
Anonymous Nafnlaus said...

Auðvitað varð að koma mynd af ykkur systrum saman á merkilegum tímamótum.
Enginn getur látið sér detta í hug að þarna séu alls 110 ár á ferðinni!
En aldur er nú svo afstæður!
Haldiði bara áfram að vera eins og þið eruð elskurnar.
Kveðja frá Huldu sys.

9/2/07 14:40  

Skrifa ummæli

<< Home