miðvikudagur, júní 27, 2007

Una Helga Jónsdóttir Kóngsdóttir tvítug


Í dag 28. júní er mín elskulega dóttir tvítug. Það eru þannig liðin tuttugu ár frá því ég leit hana fyrst augum á fæðingardeildinni og þvílík gleði að eignast heilbrigt barn og fá dóttur svona óvænt eftir vitringana þrjá. Og hún varð að auki pabbastelpa og augasteinninn hans og hefur auðvitað vafið honum um fingur sér alla tíð. En það hefur verið sælutíð frá upphafi og aldrei neitt annað. Eins og sagt var nýverið, gáfurnar fékk hún frá móður sinni (mínar eru ekki til skiptanna) en fegurðina fékk hún frá föður sínum á því er enginn vafi svo glæsileg sem hún nú er kóngsdóttirin mín.
Unu Helgu óska ég til hamingju með daginn og óska henni alls góðs á komandi leiðum lífsins.
Pabbi

4 Comments:

Blogger Jonni said...

Elsku frænka.

Þetta er merkilegur áfangi. Ég man einmitt þegar ég stóð á þessum sömu tímamótum, það var föstudagur, ég átti afmæli, kláraði síðasta stúdentsprófið og hafði loksins aldur til að kaupa áfengið góða. Ég var konungur heimsins.

Nú 10 árum seinna er ég ennþá kóngurinn og gott betur en það.

Hafðu það nú gott á afmælisdaginn. Carpe diem!

Kveðja,

Jonni frændi.

P.S Ef það verður eitthvað afmæliskaffi þá komum við baunafjölskyldan til Íslands í gærkvöldi (hint, hint) ;)

28/6/07 09:39  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn um daginn elsku frænka. Gott að þú ert orðin hress eftir veikindin og ert nú á leið til danaveldis og á Hróaskeldu. Góða skemmtun og farið nú varlega (stóri bróðir fylgist nú örugglega með litlu systur :) )

Ég man líka 20 ára afmælisdaginn minn. Vinkonurnar komu í kaffi og ég fékk gullhring með stórum fjórubláum steini í afmælisgjöf frá mömmu og pabba. Ji það er nú langt síðan.

Velkomin heim Jónathan. Vonandi sjáumst við.

Unnur frænka

3/7/07 09:12  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Una Helga.
Nú geri ég tilraun nr. 2. Sú fyrri hvarf!!!! Annars hef ég ekki verið í netsambandi síðan 1. júní en nú er ég komin heim og lukkuleg með það.
Innilega til hamingju með merkan aldursáfanga. Rosalega er þetta flott mynd af þér. Ekkert smá sem þú ert glæsileg!
Ég man ekki eftir 20 ára afmælinu mínu en hef líklega fengið fína hringinn minn frá mömmu og pabba við þau tímamót eins og Unnur lýsir.
Bjarta framtíð kæra frænka.
Hulda

13/7/07 12:25  
Anonymous Nafnlaus said...

Je minn elsku Una mín Ertu orðin 20 ára Til hamingju með tugina tvo elsku frænka... Ég er ekki með Ak bloggið í vinnunni ekki síðan ég flutti yfir í Heima og þar af leiðandi fylgist ég lítið með..Verð að gera bragabót í því..En elsku litla fallega frænka mín hafðu það gott og njóttu sumarsins
Helga frænka

16/7/07 21:46  

Skrifa ummæli

<< Home