þriðjudagur, júní 19, 2007

Donni og öll afmælisbörn júnímánaðar


Það er ekki hægt að gleyma afmælinu hans Donna frænda og því undrar mig að enginn skuli vera búinn að senda inn kveðju til hans. Til hamingju með daginn, elsku frændi, ég vona að þú njótir hans.

Ég vil nota tækifærið og óska Völu til hamingju með afmælið 25, Saúl 26 og Unu Helgu 28. Held þetta sé tæmandi fyrir júní. Er eitthvað að frétta af nýja barninu, Vala og Unnar Óli?

Svo beini ég því til fjölskyldunnar að hún verði duglegri að senda inn á bloggið og láti mig ekki eina um það. Mætti halda að ég hefði ekkert að gera í vinnunni...


Kær kveðja úr steikjandi hita / fossandi rigningu

Gerður og kó.

5 Comments:

Blogger Jonni said...

Til hamingju með árin Donni frængdi minn. Mamma gamla sendi mér mynd af þér í hlaupagallaunum um daginn. Þrælköttaður maðurinn á besta aldri. Leiðinlegt að við náðum ekki saman þegar þið Big Indí voruð hér á slóðum um daginn ... eigum það bara inni.

Bið að heilsa heim í Fossvoginn.

Kveðja úr ögn minni hita / rigningu :)

Jonathan og Co.

19/6/07 14:48  
Blogger Jonni said...

Ég vill svo biðja mín ágætu ættmenni að hafa samband við mig í gegnum símann eða póstinn ef það er í vandræðum með að setja inn blogg og/eða myndir.

Fyrir nokkrum mánuðum síðan keypti Google þessa ágætu bloggveitu sem við notum (Blogger.com) og er þess nú krafist að fólk hafi Gmail til að innskrá sig hingað inn. Ef fólk heldur að það geti fundið úr því þá er hægt að fara inn á www.gmail.com og skrá sig. Ef ekki þá er um að gera og hafa samband.

19/6/07 14:54  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn í gær elsku bróðir. Sjáumst í afmæliskaffinu í kvöld og heyrum hvernig var í Ameríku hjá Magneu.
Litla systir

20/6/07 15:51  
Blogger donnibro said...

Takk fyrir góða kveðju frængdi minn í Köben og litla systir hér heima, já og Litla gull í Langtíburtistan og þið hin sem hafið glatt aldraðan manninn með því að muna eftir bleika deginum og að hann tengist mér.
Ég nota tækifærið og óska Völu til hamingju með daginn og vona að allt gangi vel á þeim bænum. Þið handan hafs, Saul og fjölsk. fáið afmæliskveðju í tilefni af afmælinu á morgun.
Nú vantar bara..... og ég sendi læknum og hjúkrunarfólki kærar þakkir fyrir góða aðhlynningu....
Það kemur síðar,
Donni bro

25/6/07 11:16  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Gerður mín og Saul og Gestur D. í Langtíburtistan (gott nafn hjá Brósanum!!!).
Já, það er leiðinlegt að við skulum vera svona léleg að skrifa nema þið nokkur.
Ég kann ekki að setja inn póst og mig grunar að það séu fleiri eins og ég. En þegar um hægist reyni ég að læra það. Fara svona inn eins og Jonathan lýsir og tala annars við hann. En nú er í nóg horn að líta og enginn tími.
Skrifa aðallega til að segja ykkur að lítil Hekla Huld (hin amman heitir Hekla) er fædd. Fæddist í gær og Unnar hlýtur að setja inn mynd og upplýsingar um leið og hann kemst til þess. Yndisleg og fullkomin lítil manneskja með skapið í lagi.
Hafið það sem allra best.
Hulda frænka
PS. Oddur (9.)og Þórður (14. einsog Sigurbjörg amma)eiga líka afmæli í júni!!!

13/7/07 12:35  

Skrifa ummæli

<< Home