mánudagur, júlí 16, 2007

Krabbarnir rúla


Elskuleg systir mín, Súsanna Margrét, á afmæli í dag. Ég sendi henni bestu kveðjur í tilefni af því. Valgeir átti afmæli á fimmtudaginn og var svo heppin að fá barn í afmælisgjöf! Ekki sitt eigið, heldur Heklu Huld sem er hér að neðan. Ég leyfi mér að fullyrða, sem kona umvafin kröbbum (systir, bróðir, eiginmaður, amma o.s.frv) að þótt krabbar séu oft dintóttir þá eru þeir undantekningarlaust fólk sem maður getur ekki verið án þegar maður er á annað borð búinn að kynnast þeim.


Sólarkveðjur,

Gerður

7 Comments:

Blogger donnibro said...

Til hamingju með daginn nabba mín.
Sólin umvefur þig í unaðsreitnum á myndinni. Vermi þig sólin áfram kæra frænka.
Donni besti móðurbróðir

16/7/07 17:54  
Anonymous Nafnlaus said...

Mín kæra frænka..Til hamingju með daginn.Aldrei þessu vant mundi ég eftir afmælisdegi fjölsk.meðlims og er búin að óska móði þinni til hamingju með afm.dag frumburðarins.. Til lukku Margrét mín..Helga frænka

16/7/07 21:51  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið elsku Margrét mín og njóttu nú aldursins og sólarinnar í öllum unaðsreitum lísins.
Já, krabbinn er skemmtilegt stjörnumerki.
Skólasystir mín. sem á marga krabba nálægt sér, móður, systur, bróður og fl.benti okkur á að kven-og karlkrabbar eru mjög ólík!! Kellurnar hörkukellur og ákveðar en karlarnir ákaflega ljúfir og viðráðanlegir! Eitthvað til í þessu held ég!
Sjáumst vonandi fljótlega, Margrét mín.
Hulda frænka

16/7/07 23:29  
Blogger Jonni said...

Maður hefur nú bara ekki við að óska öllum til hamingju með hitt og þetta. Það er kannski ágætt að nokkur börnin komi í heiminn á sama degi og aðrir eigi afmæli. Þá man maður þetta kannski best :)

Annars, hamingjuóskir á afmælisdaginn kæra frænka mín. Hafðu það sem best. Þú mátt endilega fara að koma þér inn í bloggið hér og færa okkur útlendingunum fréttir af þér og þínum. Finnst vanta það alveg hér inn á bloggið.

Svo hitti ég dreng um daginn og við ræddum um heim og geima. Talið barst að kennara sem hann hafði haft þegar hann stundaði nám við Fjölbraut í Ármúla og talaði hann um besta kennara sem hann hafði á ævinni haft. Þetta varst auðvitað þú frænka sem hann var að tala um ...

Kærar kveðjur,

Jonathan og fjölskylda

17/7/07 22:17  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku nabba mín. Síðbúnar afmæliskveðjur. Vonandi sjáumst við áður en sumri lýkur. Unnur frænka.

29/7/07 13:40  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með Heklu Huld.
Þökkum fyrir þessa síðu. Við höfum skoðað myndir og haft mjög gaman af. Frábært framtak. Teddi og Helga

7/8/07 00:15  
Anonymous Nafnlaus said...

Verð nú að fá að kommenta á þetta. Man þá tíð er ég hélt á henni nokkura mánaða - ótrúlegt hvað fólk eldist í kringum mann.
En innilega til hamingju. Svo verðið þið nú að gefa mér afrit af minningabókum Möggu og Óla - þar er ómetanlegur fjársjóður á ferðinni. Sérlega þótti mér vænt um að sjá myndir af Sambó. kveðjur Teddi

7/8/07 15:24  

Skrifa ummæli

<< Home