Hekla Huld Unnarsdóttir
jæja þá er komið að því að setja nokkrar myndir inn af nýjasta meðlimi ættarinnar lítilli prinsessu sem var mæld 49 sm og 3480 gr.(tæpar 14 merkur) . Stefán Máni er rosalega spenntur yfir litlu systur, gerir í því að lána henni bangsann sinn og vill endilega leyfa henni að liggja á koddanum sínum þegar hún grætur. Hann mun greinilega hugsa vel um hana. Af mæðgininum er allt gott að frétta. Sú litla plummar sig vel. Drekkur vel og lætur í sér heyra þegar hana langar í sopa. Ekki hægt að biðja um meira :) Vala jafnar sig fljótt og örugglega enda gekk fæðingin vel. Meiri fréttir verða á næstu dögum líklega á heimasíðu Stefáns Mána.
Kveðja Unnar Óli og fjölsk
7 Comments:
Elsku Unnar Óli, Vala og Stefán Máni. Til hamingju með litlu prinsessuna. Hlakka til að sjá hana. Hafið það gott og bestu kveðjur. Unnur frænka
Kæra fjölskylda, foreldrar, bróðir, amma og afi. Innilega til hamingju með þessa fallegu stúlku. Gleður mig að allt hafi gengið vel. Loksins komin stelpa og ég fæ ekki betur séð af eftri myndinni en að hún líkist mömmu sinni - var kominn tími til að varíera aðeins hjá ykkur! Hlakka til að heyra frekar af því hvernig Stefáni Mána gengur að takast á við bróðurhlutverkið.
Kveðja frá öllum í Nicaragua.
Gerður, Saúl og Gestur
Kæru hjón og litli Máni stóri bróðir. Til hamingju með dótturina og gangi ykkur allt í haginn með hana.
Donni frændi
OH..Svo gaman að fá svona fallega litla prinsessu í stráka flóruna..Til hamingju öll .. Og Stefán minn Máni til hamingju með litlu systir..Kem í heimsókn fljótlega að horfa á þetta undur sem mér sýnist nú aðeins hafa svip mömmu en samt pínu pabbi þarna einhversstaðar..Kemur í ljós þegar ég sé litlu dúlluna betur,... Kveðja Helga frænka
Já, er hún ekki frábær!
Yndisleg svo falleg og fín og amman bara að mála og ekkert búin að sjá hana í tvo daga.
Já, hún er nauðalík mömmu sinni og aðeins bróður sínum líka.
Bestu kveðjur.
Hulda
Nú er litla fjölskyldan bara að verða stór. Óska ykkur innilega til hamingju með litlu konuna og veri hún velkomin í fjölskylduna. Gangi ykkur allt í haginn.
Ég átta mig ekki á hvoru ykkar hún líkist meira. Sé ykkur báða foreldrana í henni.
Heyrumst og sjáumst vonandi áður en mjög langt líður.
Kv. Gerður frænka
Æðislegt að sjá þessa litlu prinsessu. Ég er allavega á því að hún líkist pabba sínum mest og þá væntanla Huldu ömmu sinni líka. En þannig er víst náttúran. Börn líkjast feðrum sínum mest þegar þau koma í heiminn svo þeir eigi auðveldara með að taka þau í sátt. Væntanlega er það nú ekki vandamál með svona sæta stelpu :)
Allavega, til hamingju með þá litlu. Vonandi gefst tími til að kíkja á ykkur áður en við Danirnir höldum aftur heim á leið ...
Kveðja,
Jonathan frændi.
Skrifa ummæli
<< Home