Frá ljóni til ljóns
Elsku Hulda frænka. Til hamingju með afmælið í síðstu viku, ég frétti að þið hefðuð átt góðan dag í sumarbústaðnum. Ég hef átt mjög góðan afmælisdag í dag, eins og sjá má á blogginu mínu. Þó hefði það glatt mitt hégómlega ljónshjarta að fá kveðju frá fjölskyldunni hérna, að ekki sé talað um þig sem ert nýkomin heim frá útlöndum. En við ljónin þurfum svo sem ekki aðra til að segja okkur að við séum frábær - þótt það sé ekki verra!
Fjölskylda - betra er seint en aldrei. Drífið ykkur nú að skrifa góða lofrullu a la Donni um okkur frænkur.
Gerður
5 Comments:
Gerður mín,elskan mín til hamingju með daginn..Það er enn 14 ágúst á Íslandi..Þarf ekki að spyrja hvort þú áttir góðann dag er búin að liggja á bloggginu þínu sem ég er að sjá fyrst núna..Svo var ég að spyrja Jonathan um Skypið..Kann ekki á það með mina Mac..En var ekki Saul eitt smjörgrín þegar þú áttaðir þig á því hvað hann var búin að gera til að overraska þig ?? Ég sé hann alveg í anda smá hlæjandi bak við..Aumingja Gestur minn honum hefur aðuðvitað brugðið við allann hávaðann.. Svo hlustaði ég á JanMayen frábærir ekkert annað..Ég söng í talhólfið Huldu systir 9.8 Hún á af.... vona að hún hafi heyrt það..En hún átti vonandi góða daga í Akurgerði..Gerður mín kystu nú Gest frá Helgu frænku og í lagi líka Saul..Bless elskan .. Helga frænka
Sæl Gerður mín og takk og sömuleiðis til hamingju með daginn. Ég vona að þú hafir séð kveðjuna frá mér á síðunni hans Gests um daginn!
Já, þetta hefur aldeilis verið skemmtilegur dagur hjá þér og ykkur. Æ, það er svo frábært þegar manni er komið á óvart. Minn maður var líka svo sætur við mig á afmælisdaginn og beið með tilbúinn morgunmat og afmælispakka þegar ég kom fram. Ekki alltaf verið þannig!
Bestu kveðjur til ykkar Gerður mín og takk fyrir skemmtilegt blogg. Les það mér til ánægju alltaf öðru hvoru.
Hafiði það sem best.
Hulda
Til hamingju frænkur, þó sérstaklega Hulda (þar sem ég var þegar búinn kasta kveðju á Gerði á blogginu hennar).
Hafið það báðar sem allra best.
Gööööð hvað við erum netvædd fjölskyldan!!
Jonathan frændi
Til hamingju með afmælið mín kæra Litla Gull. Þetta hefur verið frábær byrjun á góðum degi sem þú lýsir svo skemmtilega og gaman að sjá videóklippurnar. Ég óska ykkur litlu fjölskyldunni alls hin besta í fjarlægðinni. Mikið er gaman að lesa bloggið þitt og finna hversu hjörtu okkar slá í takt til heimsmálanna kæra frænka. Ég dirfist vart að dífa niður penna þegar svona ritsillingur er á ferðinni. Maður opnar vart svo dagblað að lesa ekki viðtöl við Gestsburana. Þig og Valla Mæjen nú síðast.
Hinu ljóninu, Duddu barni hafði ég óskað alls góðs.
Sá er svalur frængdi minn á myndinni hér að ofan, maður þarf að koma sér upp svona stæl.
Bestu kveðjur,
Donni frændi
Til hamingju með afmælið Gerður mín. Gengur eitthvað ílla að senda á þig kveðju.
Hafið það sem best.
Unnur frænka
Skrifa ummæli
<< Home