laugardagur, nóvember 17, 2007

Guðrún Lilja Ólafsdóttir


Heil og sæl.


Jæja þá svarar maður loksins kallinu.

Þann 12. nóvember síðastliðin fæddist okkur Jónu stúlka. Fæðingin gekk vel og var barnið rúmar 16 merkur og 52.5 cm. Álfheiður hefur svifið um á rósrauðu skýi frá fyrsta degi. Við höfum fengið fjöldan allan af góðum kveðjum og gjöfum og vil ég nota tækifærið að þakka hjartanlega fyrir það allt.


Afi og amma í Ljósó stukku af stað og komu norður yfir helgina til að hitta nýja fjölskyldumeðliminn. Eins er Kiddi á svæðinu og höfum við öll átt notarlegar stundir saman.


Eftir að hafa mátað nafnið á nýja fjölskyldumeðliminn í nokkra daga var það gert opinbert í morgun. Guðrún Lilja skal stúlkan heita. Guðrún eftir ömmunum sínum tveimur í Öxarfirði og Lilja eftir Diddu ömmu, konu sem alltaf hefur verið Jónu og systrum hennar mjög góð og þær hafa löngum kallað Diddu mömmu.
Ég læt eina mynd fylgja af konunum mínum þremur en fleiri myndir er að finna hér.

8 Comments:

Blogger Jonni said...

Hjartans hamingjuóskir kæri frændi til þín og ykkar allra. Mikið er gaman að sjá tvær sætar prinsessur saman :) Gangi ykkur allt í haginn.

Kveðjur frá okkur Erlu og Guðjón Inga í Kaupmannahöfn.

Jonathan

17/11/07 22:44  
Anonymous Nafnlaus said...

Enn og aftur hjartanlegar hamingjuóskir með litlu Guðrúnu Lilju. Myndarstúlka og þær báðar systurnar. Sá litlu Heklu Huld í afmæli Stefáns Mána í gær. Hún og þau eru líka alveg yndisleg. Segi nú bara eins og Hulda : Blessað barnalán í þessari fjölskyldu.
Gangi ykkur vel og bestu kveðjur til allra. Unnur frænka.

19/11/07 08:52  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Óli, Jóna og Álfheiður Una. Til hamingu með litlu dótturina og systur. Gott hjá minni að koma svona á réttum tíma. Við Guðrúnarnar erum nú svolítið drífandi, "stundum". Ég játa það að ég tel hana svolítið vera nöfnu mína og er montin með það, fyrir nú utan hvað Lilja er fallegt nafn. Mér sýnist vera mikill svipur með þeim systrum, er það ekki rétt hjá mér?
Óska ykkur alls góðs og hlakka til að sjá ykkur, hvenær sem það verður.
Kveðja, Valgerður Guðrún frænka, öðru nafni Gerður frænka

21/11/07 15:19  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með Guðrúnu Lilju. Glæsilegt nafn á litla, fallega prinsessu. :-) Alltaf gaman þegar fjölskyldan stækkar! Kannski að kvennaljómi ættarinnar aukist í þessari barnabylgju!?!? Treysti því að fleiri frænkur komi fram og opinberi bumbubúa hjá sér!! :-)

Hamingju óskir frá Laufenginu

Unnar Óli

21/11/07 21:23  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Jóna og Óli.
Ég óska ykkur líka innilega til hamingju með litlu dótturina. Þær eru sætar saman systurnar. Nafnið er líka fallegt.
Skemmtilegt að fá tvær stelpur í röð eftir strákahrinuna síðast, sem var nóta bene alveg frábær.
Ég tek undir með Unnari óla og hlakka til að vita hver verður næst(ur)af systkinabörnunum. Við vitum náttúrlega hver eignast næsta barn í ættinni.
Bestu kveðjur og knús til ykkar allra.
Hulda frænka

21/11/07 23:40  
Blogger Gerður said...

Elsku Óli og Jóna, innilega til hamingju með GLÓ litlu. Það sést greinilega á myndunum hvað Álfheiður er ánægð með að vera stóra systir.
Í framhaldi af áskorunum hér að ofan staðfesti ég að engin börn verða sett undir í Nikaragua, en ættleiðing er í myndinni. Ef við bara vissum hvar við verðum stödd í veröldinni / lífinu eftir 16 mánuði.
Hulda, er hægt að fá seinnipart á þessa hálfkveðnu vísu þína um barneignir?

Kær kveðja frá Gerði, Saúl og Gesti Diriangen í Nikaragua.

22/11/07 20:59  
Anonymous Nafnlaus said...

Gerður mín, ertu búin að gleyma að Vala okkar á von á barni?

María

23/11/07 15:06  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða, hvaða, Gerður mín!!!
Ekki þarf ég að segja væntanlegri ömmusystur það?
Já, já, stundum detta hlutirnir bara úr manni. Flóknara er það nú ekki.
En það er þetta með barnalánið í fjölskyldunni. Það er einstakt.
Ættleiðing segirðu? Er það ekki jafn flókið ferli þarna hjá ykkur eins og víðast annarsstaðar?
Heldurðu að þið farið að fara víðar um heiminn þegar tímanum hjá þér lýkur í Nikaragua?
Bestu kveðjur,
Hulda

23/11/07 15:08  

Skrifa ummæli

<< Home