þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Ég segi eins og Hulda - fórt beint á Akurgerði til að frá frekari upplýsingar um nýjasta fjölskyldumeðliminn en greip í tómt. En ég kann að bjarga mér og fór á myndasíðu Álfheiðar, en á hana hefur ekki verið sett síðan í júlí... Sést ekkert á Jónu þar, en Óli virðist vera komin nokkra mánuði á leið! Verst af öllu finnst mér þó að ég vissi ekki einu sinni að þau ættu von á barni - það hefði auðvita átt að koma fram hér fyrir löngu. Hlakka til að lesa meira um litlu frænku þegar fjölskyldan rankar við sér úr sæluvímunni.

Gerður Gests

P.S. Jonathan, þú setur kannski hér til hliðar link á videosíðuna hanns Gests youtube.com/gestsdottir

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ, hæ.
Það urðu skjót viðbrögð við beiðninni hjá Jonathan sem leiddu til þess að ég er búin að skoða videosíðuna hans Gests, takk fyrir það. Hann er alltaf sami sjarmörinn og nú er hann orðinn svo spænskur elsku kallinn, eða á ég að segja Nigaragúískur? En það er allt saman eðlilegt.
Mikið held ég það verði gaman hjá ykkur að fá fjölskylduna þína Gerður mín til ykkar um jólin.

Ég var hissa á að engar nýjar myndir að Guðjóni Inga voru á síðunni hans. Greinilega brjálað að gera hjá foreldrunum en ég las gullkornin hans mér til ánægju. Svo skemmtilegt og svo skoðaði ég auðvitað mína engla í lokin.
Hafiði það sem allra best.
Hulda.

15/11/07 23:33  

Skrifa ummæli

<< Home