föstudagur, nóvember 02, 2007

Fréttir frá Kaupmannahöfn

Sæl kæra fjölskylda.

Ég ætla að byrja á að taka undir orð Gerðar frænku minnar hér að neðan og hvetja ykkur öll til vera duglegri við að skrifa inn á bloggið. Ég hef sjálfur ekki verið nægilega duglegur en það ætti maður nú bara að geta séð á mínu eigin bloggi, sem ekki hefur verið uppfært í marga mánuði :)

Það er af okkur að frétta að haustið er loksins farið að láta fyrir sér finna hérna í Kaupmannahöfn. Ekki er þó farið að snjóa hér eins og á Íslandi heldur er hitastigið búið að lækka nokkuð síðustu vikur og laufblöðin hafa að mestu látið sig falla niður á gangstéttina. Mér þykir haustið hérna í Kaupmannahöfn mjög fallegt. Það eru svo margir litir að sjá og yndislegt að hjóla í vinnuna á hverjum morgni. Ég á eftir að sakna þess mikið þegar við flytjum aftur heim til Íslands.

Það er ekki langt í það reyndar, aðeins 9 mánuðir tæplega og við verðum komin aftur heim á klakann aftur, þetta er svo ótrúlega fljótt að líða. Stefnt er að því að byggja þegar við komum heim og höfum við sótt um lóðir bæði í Kópavogi og við Reynisvatnsás í Reykjavík. Helga amma sótti um með okkur og stefnum við að því að byggja litla íbúð í húsinu okkar svo hún geti búið með okkur. Annars er alls ekkert víst að við fáum úthlutað og verður maður bara að vona það besta. Ef ekkert gerist þá förum við örugglega bara á leigumarkaðinn þegar við komum heim og reynum að sækja aftur um lóð seinna.

Svo er auðvitað stefnt að brúðkaupi næsta sumar, í ágúst eftir að við flytjum heim svo það er eins gott að allir taki frá dag í lok ágúst fyrir okkur :)

Nú er Erla að taka fyrstu skrefin í átt að lokaritgerðinni sinni og er hún í því að velja sér efni til að skrifa um. Sjálfur hef ég nóg að gera í vinnunni og verkefnin flæða inn. Ég er einmitt að koma til Íslands í þarnæstu viku útaf vinnunni svo kannski hittumst við á förnum vegi ...

Á miðvikudaginn fórum við Erla, Þórhallur og Þórunn niður í Bryggen að sjá Egil Skallagrímsson, einleik um sögu Egils Skallagrímssonar í flutningi Benedikts Erlingssonar. Ég var virkilega ánægður með þessa sýningu og hvet alla, unga sem aldna, danska sem íslenska að fara að sjá þessa sýningu (ef hún er ennþá sýnd heima þeas :)). Nóg að gera hérna í Kaupmannahöfn því svo förum við öll á tónleika með Bubba á sama stað (Bryggen) þann 15. nóvember, Mugison er daginn eftir og svo er auðvitað búið að kaupa miða á landsleik Dana og Íslendinga á Parken seinna í mánuðinum. Nóg að gera í nóvember!!

Jæja, það er örugglega fullt sem ég er að gleyma en vonandi verð ég þá duglegri við að skella því hér inn á bloggið ef eitthvað merkilegt gerist.

Kveðjur til ykkar allra.

Jonathan & fjölskylda.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Æ elskur auðvitað saknið þið þess sem fjarri eru okkur að ekkert fjör er á þessari frábæru bloggsíðu okkar..Meira segja ég er hætt að opna hana en geri betur í frammhaldi af þessari áskorun..Eins og allir vita þá var mér sagt upp í Öndvegi eftir 7 1/2 ára trygga þjónustu.. Ok.. Var komin með vinnu tveim dögum seinna í versl. Egg.. Það er svona þokkalegt. Mikið að gera verð ég að segja .. Hef ekki unnið svona vinnu áður.. Og er ekki venjulega þreytt eftir daginn ..En frábært fólk sem vinnur þarna. Það eru aðrir að toga í mig svo ég sé svona aðeins til hvernig og hvað ég geri.Langar í frammhaldi að þakka hvað allir voru yndislegir við mig þegar þetta fréttist, yndisleg fjölsk. Nóg um mig.. Að öðru..Get ekki annað en brosað þegar ég les að J..og fjölsk.eru búin að sjá Skallagrímsson í Köben..Sérstaklega þegar þetta er búið að vera á fjölunum rétt við bústaðinn okkar í allann þennann tíma... Við erum svo bústaðakær þegar við erum komin uppeftir að það er ekki neitt venjulegt. Jú hausið er svo sannarlega komið með stæl hálka snjór rok og rigning og laufið löngu horfið... Aldeilis fjör í Köben í nóvember.. gaman að vita að því..En ætli ég hætti ekki núna og sendi mínar bestu kveðjur til ykkar..og fullt af kossum til Guðjóns Inga ömmu barns og Gests Ömmu systur barns ... Je minn gleymi einu hvað haldið þið að ég hafi keypt mér í dag... Nema súkkulaði ramagnspott svo lítinn og krúttlegann svo nú get ég búið til nammi og allt mögulegt jarðaber með súkkulaði .. hjúpa rúsínur og fl. og fl .. Svo ef þið viljið fá pottinn lánaðann þá bara að hafa samband.
Kveðjur.... Helga

2/11/07 20:53  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að heyra frá ykkur Baunum. Ég var að kvarta yfir myndaleysi á síðunni hana Guðjóns um daginn, sé að það er brjálað að gera hjá ykkur.

Ég er búin að glata lykilorðinu mínu á Akurgerðisbloggið. Jonathan, geturðu ekki sent mér nýtt boð og þá bara á gmail addressuna mína, sem er mariuhaena.

Lofa að setja inn fréttir af okkur þegar það er komið í gegn!

María

4/11/07 19:14  
Blogger Jonni said...

María. Þetta ætti að vera komið til þín. Láttu mig vita ef eitthvað klikkar ;)

4/11/07 19:23  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að heyra í ykkur. Skil vel að þig langi að sjá eitthvað frá fjölsk. á síðunni Gerður mín, svona langt í burtu. Verðum að reyna að bæta úr þessu.
Jónathan ertu nokkuð kominn með dagsetningu á brúðkaupsdeginum ? Eins gott að missa ekki af honum :)
Annars allt gott af mínum.
Bestu kveðjur til ykkar allra.
Unnur

5/11/07 12:56  
Blogger Jonni said...

Við stefnum á 23. ágúst. Ágætt að taka þann dag frá :)

5/11/07 13:05  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir það Jónathan minn. Merki þann þag á dagatalinu mínu.
Ég ætlaði að fara að setja inná bloggið og er þá ekki lykilorðið mitt ekki lengur gilt. Getur þú ath. það Jónathan minn ?
Kv. Unnur

6/11/07 08:34  

Skrifa ummæli

<< Home