Jólakveðja
Elsku ættingjar.
Gleðileg jól nær og fjær. Hafið það ofboðslega gott hvar sem þið eruð í heiminum, hvort sem það er á Akureyri eða í Nigaraqua. Þakka gott blogg ár og vona að það næsta verði ennþá afkastameira.
Við fjölskyldan verðum hérna í Kaupmannahöfn og ætlum að hafa það náðugt á meðan sú gamla ætlar að "hygge sig" heima hjá Unni systur sinni.
Sjáumst hress á nýju ári :)
Jonathan og fjölskylda
4 Comments:
Elsku Jónatan og fjölskylda í Köben.
Við í Ljósó sendum ykkur og öðrum ættingjum, sem þetta lesa, okkar bestu jólakveðjur. Komandi ár mun vonandi verða okkur öllum farsælt.
Donni frængdi
Ég ætla að reyna að blogga.Tek undir með J og E í Köben. Gleðileg jól til allra og Óli minn og Jóna takk fyrir yndislegt jólakort.Það var alveg agalega gaman að hafa jólaboðið í dag,Linda vann í Púkkinu eftir mikla spennu.Gaman að hitta Haldór, og Darra Unu mann og svo Foldu hans Þórðar..Allt var spikk and span hjá mér kl.19.00eins og enginn hefði verið hér í dag..Opnaði TV og var ekki nema Olsen Banden sem ég hef alltaf jafn gaman að,nú voru þeir með kup í Paris.G systir hringdi í dag og fer rosalega vel um þau.Voru á leið í ferð og ætluðu að gista ,koma heim á morgun..
Gleðileg jól allar elskur og takk fyrir mig...Helga frænka
Elsku Jonathan og fjsk. í Köben og allir ættingjar og vinir í Reykjavík, Nigaragua og á Akureyri.
Sendi ykkur öllum bestu nýárskveðju með þökk fyrir gamla árið og ósk og von um allt gott ykkur já, okkur öllum til handa á nýja árinu.
Í nýársgjöf sendi ég ykkur góðorðarununa mína, það má líka kalla hana bæn eða möntru. Góð til að tauta með sjálfri sér þegar maður er einn á ferð!!!
Gleði, fegurð, friður, fögnuður, þakklæti , kærleikur og allsnægtir!
Lifið heil!
Hulda
Elsku Erla og Jónathan, Gerður og Saul og aðrir ættingja nær en sérstaklega fær, gleðilegt nýtt ár. Vonandi færir það okkur birtu og yl og góðar vonir.
Það var alveg yndislegt að hafa Helgu systur hjá okkur á aðfangadag og fara síðan til hennar í jólaboðið og púkkið á annan. Nú tekur hversdagslífið aftur við. Fyrir ári síðan vorum við á leiðinni til Kanarý á þessum degi með stelpunum. Nú í ár förum við hjónin til Tenerife 9. jan. Erum að verða svolítið spennt því við ætlum að vera í hálfan mánuð að þessu sinni. Hlökkum til að hlaupa í sól og hita.
Hafið það öll sem best.
Unnur
Skrifa ummæli
<< Home