þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Vefdagbók gugga litla

Fyrir þá sem ekki vita þá heldur Guðjón Ingi úti vefdagbók á síðu sinni. Hér er úrdráttur úr síðustu færslu:

"Komin helgi og pabbi að gefa mér morgunmat inni í eldhúsi á meðan mamma skrifar fyrir mína hönd hér í dagbókina. Það berast mikil læti frá eldhúsinu - "meira meira meira" er eitt af því sem mamma heyrir og svo pabbi á móti "já já þetta er að koma, slappaðu nú aðeins af Guðjón Ingi". Annars er ég yfirleitt mjög duglegur að borða hafragrautinn minn en þolinmæði er ekki mín sterkasta hlið þegar kemur að mat ... já eða bara flestu :p Nú er pabbi að skræla fyrir mig epli því grauturinn var greinilega ekki nóg - og svo eru epli líka eitt það besta sem ég fæ. Kem líka beinustu leið inn til mömmu að sýna henni eplið "ebu, ebu" - ekkert smá montinn :) Pabbi keypti handa mér rosa sniðuga bók í gær þegar við fórum í Fields. Þetta er bók um Bangsímon sem spilar fullt af skemmtilegum lögum. Ma og pa er alveg viss um að bókin eigi eftir að vera í miklu uppáhaldi þar sem mér finnst svo skemmtilegt að hlusta á tónlist og dansa. Mamma keypti einmitt handa mér DVD disk í fríhöfninni um daginn sem heitir Sönvgaborg en þar eru þær Sigga Beinteins og María Björk ásamt nokkrum krökkum að syngja íslensk lög. Ég hef fengið að horfa/hlusta nokkrum sinnum á hann og dilla rassinum í takt við lögin fyrir framan sjónvarpið :)"

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Bruh

18/2/20 13:15  

Skrifa ummæli

<< Home