Endurkoman mikla
Í dag komum við fjölskyldan aftur til Íslands í óvænta heimsókn. Ástæðan var upphaflega vinnulegs eðlis hjá Jonna en ákváðum við að fara bara öll saman heim þar sem við vorum farin að hafa virkilegar áhyggjur af geðheilsu Helgu Ömmu, enda ekki búin að sjá eina barnabarnið sitt í 3 mánuði. Flugferðin gekk svona bærilega, Guðjón Ingi var allt í öllu og neitaði með öllu að fara að sofa. Hann gafst þó upp að lokum og lúllaði í uþb klukkutíma áður en hann vaknaði aftur til að hrella sætis nágranna sína í flugvélinni.
Við löbbuðum svo inn í Öndvegi til mömmu og datt bókstaflega af henni andlitið þegar hún sá okkur standa fyrir fótum sér. Þetta var "Kodak moment" eins og þeir kalla það ...
Guðjón Ingi er með heimsóknartíma alla virka daga fram á Sunnudag fyrir þá sem vilja, bara að hafa samband við Helgu ömmu hans :)
Klaka kveðja,
Jonathan & Co.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home