Framhald
Sæl aftur. Þá er að halda áfram. Myndin komin inn með smá hjálp frá tölvuspecalist Hampiðjunnar. Þarna sjáið þið okkur hjónin með rokkarahjónunum á toppi Kedelstein við Berchtesgaden þar sem Helga vinkona býr. Húsið er Arnarhreiðrið hans Hitlers. Útsýni er ægifagurt af toppnum. Við fórum saman í velheppnaða ferð í sumar. Við 3, ég Biggi og Donni flugum til Frankfurt Han og sóttum svo Maggý til Frankfurt. Keyrðum þaðan til Helgu vinkonu og áttum 5 yndislega daga hjá henni. Keyrðum þá til Vínarborgar að hitta Jóhann Einar sem var að enda 4 mánaða dvöl sína þar v/listanámsins sem hann er í. Þá keyrðum við niður til Garda og vorum þar í 4 daga. Það er svo fallegt við Gardavatnið. Þaðan skiluðum við Maggý aftur upp til Frankfurt og við hin fórum til Frankfurt Han og hittumst við svo aftur í fríhöfninni. Mjög skemmtileg ferð hjá okkur. Ég læt fylgja með heimasíðuna hennar Helgu vinkonu. Það er alveg yndislegt að gista hjá henni og ekki spillir fyrir að finna fjósalyktina. Þá er eins og maður sé komin í sveitina. http://www.friedwiese.de
Eins og þið hafið séð erum við systkinin öll ásamt mökum að plana ferð til Lyon til Huldu og Þórs næsta sumar. Það er nú aldeilis spennandi.
Bestu kveðjur til allra. Unnur
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home