mánudagur, júlí 16, 2007

Krabbarnir rúla


Elskuleg systir mín, Súsanna Margrét, á afmæli í dag. Ég sendi henni bestu kveðjur í tilefni af því. Valgeir átti afmæli á fimmtudaginn og var svo heppin að fá barn í afmælisgjöf! Ekki sitt eigið, heldur Heklu Huld sem er hér að neðan. Ég leyfi mér að fullyrða, sem kona umvafin kröbbum (systir, bróðir, eiginmaður, amma o.s.frv) að þótt krabbar séu oft dintóttir þá eru þeir undantekningarlaust fólk sem maður getur ekki verið án þegar maður er á annað borð búinn að kynnast þeim.


Sólarkveðjur,

Gerður

Hekla Huld Unnarsdóttir



jæja þá er komið að því að setja nokkrar myndir inn af nýjasta meðlimi ættarinnar lítilli prinsessu sem var mæld 49 sm og 3480 gr.(tæpar 14 merkur) . Stefán Máni er rosalega spenntur yfir litlu systur, gerir í því að lána henni bangsann sinn og vill endilega leyfa henni að liggja á koddanum sínum þegar hún grætur. Hann mun greinilega hugsa vel um hana. Af mæðgininum er allt gott að frétta. Sú litla plummar sig vel. Drekkur vel og lætur í sér heyra þegar hana langar í sopa. Ekki hægt að biðja um meira :) Vala jafnar sig fljótt og örugglega enda gekk fæðingin vel. Meiri fréttir verða á næstu dögum líklega á heimasíðu Stefáns Mána.

Kveðja Unnar Óli og fjölsk