Veikindi í Engjaseli
Gestur er búinn að vera heima næstum alla vikuna með mikinn hósta. Hann var kominn með einhverja sýkingu í lungum og fékk sýklalyf við því sem fóru bara vel í hann. Svo fékk hann í fyrsta sinn asmapúst. Það hefur gengið vel að gefa honum pústið og lyfið því honum finnst allt svona svo skemmtilegt - hann beinlínis dansaði af gleði hjá lækninum eftir að hann skoðaði í kokið á honum. Ætli þetta sé afleiðing af því að hafa byrjað æfina á spítala? Honum var farið að leiðast heima, eins og sást í gær þegar María og Hafsteinn komu í heimsókn, eða Happí eins og Gestur kallar hann. Getur var svo glaður að hann gat bara ekki hætt að faðma Hafstein, sem var orðinn frekar pirraður á því þrátt fyrir mikið jafnaðargeð. En hann fór í leikskólann í dag, var gjörsamlega uppgefinn eftir það og sofnaði snemma.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home