þriðjudagur, janúar 30, 2007

Takk fyrir komuna


Stutt kveðja til að þakka ykkur fyrir komuna í afmælið hanns Gests. Hann var mjög ánægður með daginn, sérstaklega hafði hann orð á því að Stefán Máni væri skemmtilegur - að öðrum ólöstuðum. Það síðasta sem þessi engill sagði áður en hann sofnaði var "aftur gesti".

laugardagur, janúar 27, 2007

Týndi sonurinn

Jæja þá er komið að því að fara að fylgjast betur með hér á blogginu og setja inn uppfærslur og breytingar í fjölskyldunni á bloggið. Komst að því í gær að allir litlu frændurnir voru búnir að plana að hittast en Stefán Máni er í Litla Íþróttaskólanum á laugardögum honum til mikillar skemmtunar. :o) Ástæðan fyrir því að ég svaraði aldrei neinum mailum er sú að ég er með nýtt mail. það er unnar_oli@hotmail.com Ég hætti með hina af því ég komst að því að þar er eða alla vega var enginn póstur síaður og greið leið fyrir vírusa. Eða eitthvað svoleiðis.... Annars er allt gott að frétta héðan úr Laufenginu Stefán Máni er alltaf algjör perla og Vala farin að fá góða bumbu :o) Á morgun verður Þorrablót hjá móðurfjölskyldunni hennar Völu. Það byrjar seinnipartinn en við feðgar munum allavega byrja í Engjaselinu og bönkum uppá á slaginu 15:30 í kaffi og mjólk :o) Ég vill líka nota tækifærið og óska öllum afmælisbörnum mánaðarins til hamingju með sína afmælisdaga! það er hver merkisáfanginn á fætur öðrum hjá okkur. Best þykir mér að Óli Dan verður alltaf þessum tæpa mánuði eldri en ég!! :o) Ennfremur vill ég þakka fumburði annarar kynslóðar fyrir fjölskylduræktina.
Sjáumst í Engjaselinu!

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Gestur Diriangen á afmæli bráðum

Gestur Diriangen verður 3 ára næsta mánudag og tæpum mánuði seinna flytum við úr landi. Í tilefni þess býð ég öllum fjölskyldumeðlimum sem áhuga og getu hafa til að gleðja okkur með návist sinni á heimili okkar, Engjaseli 81, um klukkan 3. Vegna flutningana þá hefur Gestur ákveðið að hann vill ekki fá gjafir, þær færu bara ofaní kassa. En þeir sem vilja gera eitthvað í tilefni dagsins geta fært honum mynd af sjálfum sér eða gefið smáaur til góðgerðamála.

Móðir Gests Dirirangen
Sími 693 6810
gerdur@ahus.is

miðvikudagur, janúar 17, 2007

María, María, María 29. ára

Fagra frænka mín varð einu skrefinu nær því að verða þrítug þann 11. janúar sl. og á hún hamingjuóskir skilið fyrir það afrek. Óli Dan frændi óskaði henni auðvitað til hamingju, undir eigin kveðju sem má sjá hér að neðan.

Mér skilst á ný-tæknivæddu móður minni að ástæða þess að engin kveðja kom frá fjölskyldumeðlimum umræddar fegurðardísar sé að fólk sé ennþá í vandræðum með bloggið. Nú ætla ég persónulega að kippa því í liðinn ...

Nú vill ég að allir þeir sem eru í vandræðum með að setja inn nýja post-a eða setja inn athugasemdir að láta mig vita um hæl. Ég ætla að útbúa lítinn "manual" fyrir þetta ágæta fólk sem er í vandræðum. Það ættu allir að geta sett inn fréttir hér án vandræða og nú eru engar afsakanir teknar gildar. Sendið mér póst á jonni(hjá)skapalon.is eða bara hringið í mig í +45 2826 6119.

PS. Meðfylgjandi mynd er af afmælisbarninu og frænda hennar Stefáni Mána, þetta var eina myndin sem ég átti á lager :)

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Óli Dan 32 ára


Hann er orðinn 32 ára hann sonur minn, Ólafur Daníel blessaður karlinn. Óli Dan er trúbadúr og hefur veitt samferðafólki sínu mikla ánægju með spiliríi. Hann á það til að taka lagið með ungri og efnilegri söngkonu, Álfheiði Unu, og var ég svo heppinn sl. sumar að njóta tónleika þeirra og náði þá þessari mynd hér til hliðar. Auk þess að spila músik finnst Óla Dan gaman að spila á spil, en þó er hans mesta skemmtun að þrasa við föður sinn og njóta þeir feðgar margra ánægjustunda við þá sjálfsögðu fjölskylduíþrótt. Er nú svo komið að afmælisbarnið hefur oftar betur í þeirri íþrótt enda gamli Gráni, faðir hans, kominn af léttasta skeiði hvað þrasið varðar.
Ég óska þér til hamingju með daginn kæri sonur og sendi mínar bestu kveðjur til Jónu og Álfheiðar minnar Unu elskulegrar. Hlakka til að hitta ykkur heil í höfuðstaðnum um komandi helgi.
Pabbi

föstudagur, janúar 05, 2007

Rafræn Neytendastofa í fréttunum

Fyrir þá sem horfðu á fréttirnar í kvöld þá var frétt um nýja rafræna þjónustugátt Neytendastofu. Það vita það kannski ekki allir en ég (í gegnum idega) fékk það verkefni að hanna rafræna hlutann á síðunni og þann hluta sem um var talað í fréttinni (ekki sjálfa síðu Neytendastofu). Þarna er hægt að senda inn allskonar ábendingar og athugasemdir sem snúa að neytendum á Íslandi. Ef þú ert með gallað fjöltengi eða fannst afgreiðslukonan í Bónus eitthvað dónaleg þá getur þú, á þessari síðu sent inn ábendingu, nafnlausa eða undir eigin nafni.

Fréttina má sjá hérna hérna

Einnig er búið að vera mikið í umtal í fréttunum um nýja fyrirtækið Flugstoðir sem sér um samgöngur í háloftum Íslands frá og með áramótum. Skapalón gerði einmitt síðuna þeirra sem fór í loftið um áramótin (og er reyndar ennþá í vinnslu).

Það má að gamni nefna þriðju síðuna sem Skapalón hefur unnið að síðustu vikur en það er ný síða Askar Capital sem er nýr fjárfestingabanki og hefur einnig verið í fréttum undanfarið. Hún mun opna á næstu dögum.

Kveðjur frá Kaupmannahöfn.

J.

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Unnur María fimmtug

Í dag er elskulegust litla systir mín orið stór, já orðin fimmtug. Það eru auðvitað stór tímamót í lífi hverrar manneskju að ná þeim áfanga að verða hálfrar aldar gömul.
Það er sem sagt hálf öld liðin frá því að mamma lagðist í sjúkrakörfuna í kjallaranum í Akurgerðinu og var borin út í sjúkrabílinn og pabbi fylgdi með. Eftir stóð amma Sigurbjörg með þrjár systur og lítinn þriggja og hálfs árs snáða sem þarna á sínar fyrstu minningar í lífinu. Og mamma kom til baka með pínulítið barn sem hún sýndi drengnum. Barnið stækkaði og drengurinn stækkaði jafnframt og stærð systurinnar litlu í hjarta drengsins stækkað einnig. Og þannig er það enn þann dag í dag, enda Unnur systir engri lík. Tryggð hennar og umhyggja fyrir ættingjum og vinum lætur engan ósnortinn sem til þekkir.
Ég sendi þér og þínum mínar bestu kveðjur á afmælisdeginum þínum elsku systir og óska þér alls hins besta í framtíðinni með vernd allra góðra vætta sem yfir þér vaka. Hafðið það sem allra best á Kanarí.
Donni bróðir