miðvikudagur, maí 17, 2006

Frá Gerði í Nicaragua

Allt gott að frétta frá Nic, en húsið erum við ekki enn búin að fá. Við
áttum að fá það 8. maí, svo 15., svo í dag, en þégar við mættum að taka við
því voru 15 manns að vinna í því, átti eftir að mála og margt fleira. Við
fáum það víst næsta fimmtudag. Við höfum leigt bíl til að komast um því
annars getum við ekkert gert hér. Gestur er kátur, var með smá hita um
daginn en það fór fljótt. Hann er lystarlaus, vill bara kjöt, en drekkur
sæmiléga. Hitinn virðist ekki hafa mikil áhrif á hann nema a nóttunni -
hann sefur ekki nema loftkælingin sá á. Annars er hann óttaléga einmana og
saknar þess að hafa ekki önnur börn. Hér var einn strákur á hótelinu um
daginn og þeir hlupu saman um allt. Annars er hann snöggur að rífa í hárið
á þeim krökkum sem láta ekki nógu vel að stjórn. Lítil börn eltir hann uppi
og vill halda á þeim, eins og hvolpinum sem hann lék sér við heima hjá
Reyna (þeirri sem ég bjó hjá i Jinotéga). Ég held að hann kunni vel við sig
hér því hér er hann mikið allsber, eins og honum finnst best, og má sulla á
sig vatni að vild. Hann sefur bleyjulaus og hefur ekki enn pissað undir.
Spænskunni fer fram hjá honum, hann ségir sífellt ný orð og við dýrin i
hótelgarðinum talar hann bara spænsku! Hann er mjög hrifinn af ættingjum
sínum hér, sérstakléga litlu systur Saul og þó mest af ollu af Cesar, sem
er ári yngri en Saul. Þégar hann sá hann í fyrsta sinn fleygði hann sér i
fangið a honum og vill hvergi annarstaðar vera ef Cesar er nálægt. Cesar
byr við ömurlégar aðstæður á stærsta markaðinum hér. Húsið er óttalégur
kofi, moldargólf og bara mold og leðja í húsagarðinum. Þarna býr fullt af
fólki og hann asamt konu sinni, sem á 3 uppkomin börn, og börnin þeirra
litlu tvö, 6 og 4 ára og eitt a leiðinni. Þau eru óttaléga sæt systkinin,
nema sá litli er með kolbrúnar tennur, enda mikið borðað af sykri hér og
lítið hugsað um tannheilsu. Fólki finnst við mjög furðulég að leyfa Gesti
ekki að drekka svaladrykki sem eru 50% sykur.

Régntíminn er byrjaður og er ekki eins svakalégur og mig minnti. Þó þýðir
ekkert að vera á ferðinni meðan régnið hrynur úr skýjunum, en það stendur
ekki lengi. Það sem ég hafði alvég gleymt var hvað helst i hendur við
régnið og það er flugtími skordýra, svo sem maura og kakkalakka. En öllu má
venjast.

Þróunarsamvinnustofnun Íslands er búin að opna skrifstofu hérna og er að
fára að vinna að orkumálum. Ég hef verið i sambandi við manninn sem stýrir
þessu og hann bauð okkur og öllum hinum Íslendingunum í mat um daginn. Það
voru Doris og Pétur með stelpuna sína og þrír háskólanemar í
starfskynningu. Ég hef aldrei komið i svona flott hús eða svona mikinn
luxus og við skemmtum okkur vel, en Gestur vildi bara toga í hárið a
stelpunum.

Við erum búin að hitta Ramon. Loksins er hann kominn í almennilega vinnu og
nýbúinn að fá launahækkun úr 10.000 cordobum i 22.000 cordoba. Svona er
launamunurinn gígantískur. Lágmarkslaun eru 1.000 og mágur minn sem vinnur á
vöktum fær það. Og Ramon er ekki einu sinni hátt settur eða með neitt
svakalegt kaup! Hugsið ykkur bara ef ég væri með 22-föld lágmarkslaun a
Íslandi - það væri 2,2 milljónir a mánuði!

Við fórum i dýragarðinn um daginn með tengdó og Naio bróður, þessum
þroskahefta sem Gestur kallaði til að byrja með Auðunn frænda! Við
skemmtum okkur mjög vel og serstaklega Naio sem aldrei fer neitt. Svo buðum
við allri fjölskyldunni út að borða í "Kringlunni" - tengdó, börnin hennar
7, tengdabörnin 5 og barnabörnin 11 og tvö a leiðinni. Eftir matinn fóru
krakkarnir og Naio i leiktækin. Það var mjög gaman. Allt þetta kostaði
okkur rúmar 4000 kr.

Tíminn að verða útrunninn. Skrifa meira seinna. Vonandi flytjum við um
helgina.
Sveittar kveðjur,
Gerdur

miðvikudagur, maí 10, 2006

Myndir úr veislunni miklu

Sæl öllsömul. Hér koma nokkrar myndir úr veislunni um helgina. Við héldum sameiginlega veislu með vinafólki okkar runa og Heiðrúnu sem héldu upp á afmæli Kristjáns Daða en hann á afmæli þann 5. maí og varð 1 árs. Veislan fór fram í leigusal á Solbakken þar sem r & H búa í sól og sumaryl!










þriðjudagur, maí 09, 2006

Hamingjuóskir með afmælið

Sæll Elsku frændi.
Þá er komin 9. maí. Til hamingju með afmælið. Styttist í stóru töluna (samt ekki svo stór).
Vonandi áttu góðan dag og það hafi verið gaman á sunnudaginn í afmæli litla kallsins.
Ég sé að það er geggjað verður í Köben. Það er eins hér nema of mikið mistur.
Kærar kveðjur og hafið það gott. Unnur frænka.

föstudagur, maí 05, 2006

Dagurinn í gær í myndum

Já, nú er stuð á Akurgerði - maður lifandi! Hulda bað um meira blogg svo ég ætla að láta þessa fljóta af minni eigin blogg síðu (fyrir þá sem ekki vita þá blogga ég um daginn og veginn hér)

Mig hefur lengi langað til að mynda dæmigerðan dag í lífi mínu. Í gær (4. maí) tók ég mig svo til og lét af verða. Ekki náði ég að mynda allan daginn en ég tók myndir á milli 10 og 18 (þá fór ég nefnilega á fótbolta æfingu). Ég tók myndavélina með mér hvert sem ég fór og stillti símann minn á 30 mínútna áminningu. Í hvert skipti sem ég heyrði í símanum reif ég upp vélina og tók mynd, með það fyrir augum að fanga momentið. Ekkert zoom, engar uppstillingar, bara að taka mynd. Svo raðaði ég þessu saman í tímaröð og má sjá útkomuna í hlekk hér fyrir neðan. Hvet alla til að prufa þetta við tækifæri :)

Myndina má sjá hér

1. Að labba niður á lestarpallinn við KB hallen.
2. Opnun Apple verslunar í Magasin (fullt af fólki).
3. Í lyftu á leiðnni í vinnuna með ladda á Vesterbrogade.
5. Bloggað í vinnunni.
6. Ennþá að vinna.
7. Laddi situr fyrir framan mig. Ég sé mikið af honum.
8. Inni í fundarherbergi að tala í símann.
9. Stend fyrir framan tölvuna.
10. Að labba í hádegismat á MacDonalds.
11. Að labba út af MacDonalds.
12. Smettið á ladda aftur.
13. Skjárinn minn enn og aftur.
14. Að hlaupa niður stigann á leið í strætó heim.
15. Á hjólinu á leiðinni að sækja Guðjón Inga til dagmömmu. Hjálmurinn hans í körfunni.
16. Á leiðinni heim á hjólinu með Guðjón Inga aftan á.
17. Í svefnherberginu heima. Guðjón Ingi að horfa á mynd í tölvunni.
18. Að skrifa á miða.

fimmtudagur, maí 04, 2006

Guðjón Ingi 2 ára


Elsku Guðjón minn til hamingju með 2 ára afmælið. Hafðu það gott í dag og alla daga í Danmörku. Sendi með mynd af þér síðan þú komst í kveðju pössun til okkar í Laufriman áður en þið fluttuð út. Bestu kveðjur til mömmu og pabba og hamingjuóskir með drenginn sinn. Unnur frænka

Systkinin rokkuðu í Ljósalandi

Eins og fram kom áður á blogginu að þá héldu systkinin systkinamatarboðið í Rokklandinu Ljósalandi að þessu sinni eða 18. mars. Að venju var mikið stuð og læt ég þessa mynd fylgja með þar sem sést best stuðið á systkininum. Því miður vantar einn stuðboltan á myndina en við bætum úr því í end maí er við sameinumst hjá henni í Lyon en fyrst kemur hún heim og nær í okkur.

miðvikudagur, maí 03, 2006

Komin frá Tyrklandi, á leið til Nicaragua


Gunaydin öll sömul. Ég var að koma frá Tyrklandi þar sem ég var á tyrkneskunámskeiði og féll á lokaprófinu. Hér til hliðar má sjá mynd af okkur í fyrsta tímanum. Þetta er hluti af Evrópuverkefni sem ég er að taka þátt í og fjallar um aðlögun innflytjenda að samfélaginu. Við tvö sem fórum héðan blogguðum um þessa reynslu, sem var mjög áhugaverð. Bloggið er á ahus.blog.is . Gestur var hjá pabba sínum, sem stakk svo reyndar af til Köben, svo hann var mest hjá ömmu og afa. Honum leið greinilega mjög vel þar.

En núna á föststudaginn erum við að fafa öll sömul til Nicaragua og verðum í mánuð. Ég hlakka mikið til. Það verður gaman að hitta allt fólkið aftur og fyrir Gest að sjá ömmu sína og frændfólkið i fyrsta sinn. Við erum að fara að taka við húsinu sem er búið að vera að byggja fyrir okkur undanfarna mánuði. Þar mun tengdamamma búa ásamt bróður Saúl. Ég set hér með mynd af framhliðinni á húsi nágranna okkar sem er eins og okkar, nema liturinn. Ég vona að þið skemmtið ykkur vel yfir Júróvisjón og kosningum og við hittumst í júní - a.m.k. síðustu helgina í júní uppi í Akurgerði.

Kveðja, Gerður, Saúl og Gestur Diriangen