miðvikudagur, júní 27, 2007

Una Helga Jónsdóttir Kóngsdóttir tvítug


Í dag 28. júní er mín elskulega dóttir tvítug. Það eru þannig liðin tuttugu ár frá því ég leit hana fyrst augum á fæðingardeildinni og þvílík gleði að eignast heilbrigt barn og fá dóttur svona óvænt eftir vitringana þrjá. Og hún varð að auki pabbastelpa og augasteinninn hans og hefur auðvitað vafið honum um fingur sér alla tíð. En það hefur verið sælutíð frá upphafi og aldrei neitt annað. Eins og sagt var nýverið, gáfurnar fékk hún frá móður sinni (mínar eru ekki til skiptanna) en fegurðina fékk hún frá föður sínum á því er enginn vafi svo glæsileg sem hún nú er kóngsdóttirin mín.
Unu Helgu óska ég til hamingju með daginn og óska henni alls góðs á komandi leiðum lífsins.
Pabbi

þriðjudagur, júní 19, 2007

Donni og öll afmælisbörn júnímánaðar


Það er ekki hægt að gleyma afmælinu hans Donna frænda og því undrar mig að enginn skuli vera búinn að senda inn kveðju til hans. Til hamingju með daginn, elsku frændi, ég vona að þú njótir hans.

Ég vil nota tækifærið og óska Völu til hamingju með afmælið 25, Saúl 26 og Unu Helgu 28. Held þetta sé tæmandi fyrir júní. Er eitthvað að frétta af nýja barninu, Vala og Unnar Óli?

Svo beini ég því til fjölskyldunnar að hún verði duglegri að senda inn á bloggið og láti mig ekki eina um það. Mætti halda að ég hefði ekkert að gera í vinnunni...


Kær kveðja úr steikjandi hita / fossandi rigningu

Gerður og kó.

föstudagur, júní 15, 2007

Aupair til Nicaragua

"Spænskumælandi aupair óskast til Managua, Nicaragua. Eldri en 20 ára, reyklaus með bílpróf. Íslensk fjölskylda, 3 ½ árs gamall strákur í leikskóla hálfan daginn, engin heimilisstörf. Upplýsingar gefur Gerður í síma 545 7816 milli kl. 14 og 23 eða á gestsdottir@gmail.com."

Ég setti þessa auglýsingu inn á Barnaland í gær og hef ekki fengið þau viðbrögð sem ég vonaðist eftir. Ef þið þekkið einhvern áhugasaman látið þá vita.

Gerður