mánudagur, nóvember 12, 2007

Frá Huldu - án leyfis

Ég geri bara eins og Gerður :) Hulda setti þessa athugasemd inn undir bloggið hennar Helgu en þetta á fyllilega rétt á sem sem sér blogg. Hér kemur pistillinn hennar Huldu. Svo segi ég við Donna fraengda minn eins og Jesú sagði við Júdas í frægri auglýsingu Símans. "Við erum hér ... hvar ert þú?"

Sæl öll saman.
Ár og dagur síðan ég hef kíkt á bloggið enda lítið verið þar að sjá eins og frægt er.
Nú en í dag eru fréttir svo ég fór að kíkja en það er ekki komið blogg um það. Ég segi ekki neitt!!!
Það er gaman að heyra frá ykkur hvar svo sem þið eruð stödd og gott að vita að allt er í góðum gír hjá ykkur. Já, níu mánuðir verða fljótir að líða og það verður gaman að fá ykkur heim en ég hélt þið ætluðið að gifta ykkur á afmælisdaginn minn??? Jæja, ég kyngi því!
En það er fjör að vera komin heim. Íslenski hraðinn lætur ekki að sér hæða, maður sogast inn í hann og dansar með. Það er alltaf brjálað að gera og dagurinn allt of stuttur.
En það er gaman að vera nálægt sínum og um helgina áttum við heilmikil samskipti við okkar prins og prinsessu, sáum hana í ungbarnasundi á laugardag þar sem ég fór líka oní ásamt Unnari og Stefáni Mána en aðdáendaklúbburinn var á bakkanum, Vala, Þór, Hekla amma og litli Toni. Svo dásamlegt að sjá þessi kríli í sundi öll svona ólík. í gær komu þau svo í mat og það var líka svo gaman. Tengdó var líka en hún er nú meira og minna ein því Stefán er inn og út af spítölum þessa dagana svo það er nóg að gera þar líka.
Þór sækir um vinnu út um víðan völl. Er búinn að vera að leysa af í Hamrahlíð í þrjár vikur og svo er hann handlangari hjá U. Óla þegar þörf er á því. Við erum að vona að eitthvað af þessum umsóknum hans fari bráðum að skila sér með fastri vinnu.
Bestu kveðjur til ykkar allra nær og fjær, þó sérstaklega fjær.

Hulda

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home