þriðjudagur, september 04, 2007

Ýmislegt gerist í Engjó


Eftir margra mánaða hlé átti ég leið um Akurgerði og mikil varð undrun mín og gleði þegar ég las ótal hlýjar kveðjur til sjálfrar mín síðan í sumar! Ekki er laust við að manni hlýni um hjartarætur þegar maður verður var við hvað stórfjölskyldan stendur þétt - við hittumst síðast allmörg á tónleikastaðnum Organ í síðustu viku þar sem hin stórgóða hljómsveit Jan Mayen átti stórleik.

En fyrst ég er komin í Akurgerði er rétt að gefa örlitla skýrslu um okkur hér í Engjaseli enda mikið að gerast á heimilinu um þessar mundir. Öll erum við í skóla þetta haustið: Ég kenni sem fyrr í FÁ og HÍ en Vala og Kalli eru bæði í FB þar sem Kalli hóf nám fyrir stuttu á glænýrri íþróttaafreksbraut enda mikil handboltahetja þar á ferð. Við höfum öll staðið í dramatískum en þó nokkuð skemmtilegum samskiptum við hitt kynið á árinu og höfum þar einkum að leiðarljósi að eiga einungis náin kynni við aðila sem byrja á H (Halldór, Hrefna, Hrafnkell og þá hafði Harry nokkur Potter sterka návist síðsumars). Þetta hefur nú allt borið þann ávöxt sem Donni frændi spáði fyrir um í fertugsafmæli mínu síðasta sumar: Vala (sem hér sést við snæðing) á von á barni og ætlar að eiga það í kringum afmælið sitt í febrúar næstkomandi. "Fjórðungi bregður til nafns" sagði ég við móður mína þegar ég færði henni tíðindin af nöfnu hennar sem þó er ívið eldri en amma hennar var undir sömu kringumstæðum. Ekki er ég viss um að Siggi hafi áttað sig á þessu þegar hann valdi dóttur sinni nafn á sínum tíma (fyrir skemmstu, liggur mér við að segja). Ég lýk blogginu með tilvitnun í Súsönnu Margréti eldri sem rifjaði þetta gjarnan upp en horfði svo hlýlega á undirritaða og sagði: "Eins og það varð nú mikil blessun!"

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ja, hérna, en spennandi og til hamingju Margrét mín, Vala mín og allir hinir!!! Gerður mín og Gessi, langamma og langafi,ha!!!
Við erum líklega að eldast!
Og jú, mikil ósköp: barn er blessun! Það hef ég alltaf sagt.
Hvað segirðu? sagði Þór þegar ég færði honum fréttirnar, var hún ekki að fermast í vor?
Svona er nú tímaskinið hjá manni!
Vona vara að Vala sé frísk og þau bæði kát með þetta þó ung séu.
Kveðja.
Hulda

4/9/07 22:41  
Blogger Jonni said...

Þetta er náttúrulega eina vitið frænka, að setja heitasta "slúðrið" hingað á bloggið. Það ætti að draga að nokkra ættingja!

En annars til hamingju öll sömul, það er nú meiri fjölgunin þessa dagana :)

Það er nú ekki skrítið að hann Donni frængdi minn sé sannspár, enda er hann Guð sjálfur ...

5/9/07 06:48  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju! Ég hugsaði líka hvort hún væri ekki nýfermd...svo fattaði ég að Kalli sem er nú yngri var að fermast í ár....svo fattaði ég að það var nú aðeins lengra síðan....vonandi fatta ég meira næst....það er alltaf þetta með eplið og eikina....
Kveðja
Unnar Óli

5/9/07 20:13  
Anonymous Nafnlaus said...

já mikil óskööp!:D til hamingju elsku vala min og við öll:D
eg get ekki beðið eftir að verða glænýfrænka;)

5/9/07 20:48  
Blogger donnibro said...

Það eru aldeilis fréttir sem þú færir nabba mín. Fimmta klynslóð Akurgerðisættarinnar orðin til og jafnvel erfingi ættargripsins góða frá Njálsstöðum ef hann reynist af hinu göfuga kyni.
Þó ég teljist ekki saklaus af því að hafa gert barni barn, þá hef ég nú ekki hæfileikann að spá barni í barn. Ég lagði auðvitað út af því í tilvitnaðri ræðu í fyrra haust, að í okkar fjölskyldu væru börn blessun og velkomin. Og með þau orð á vörum leit ég til þeirra ungu stúlknanna og nú hefur önnur tekið mig á orðinu. Það er því að fjölga enn í fjölskyldunni, af bæði fjórðu kynslóð í lok ársins, og svo svo af þeirri fimmtu með hækkandi sól á nýju ári. Ja hérna þvílíkt blessað barnalán.
Og ég sem man þann dag þegar ég varð móðurbróðir, fyrir jú raunar nokkrum árum, er nú að verða langömmubróðir, sjálfur orðinn afi og á systur komna á sjötugsaldur! Er ekki rétt að fara að huga að sálmum sem verða sungnir yfir manni....... Nei ég klára nú maraþonið í Berlín fyrst.
Engjó-fjölskyldunni óska ég blessunar og veit að stórfjölskyldan stendur með sínum.
Jón gamli

6/9/07 09:26  
Anonymous Nafnlaus said...

Það eru aldeilis fréttir sem maður er að heyra núna. Elsku Vala mín, litla frænka mín, móðir.
Auðvitað er þetta Guðsblessun þótt maður vilji auðvitað að dætur manns séu aðeins eldri þegar kemur að barneignum.
Langaamma er samt örugglega ánægð þar sem hún fylgist með í fjarska. Hún elskaði að heyra óléttufréttir og þegar Öspin kom með rótarskot úti í garði í Akurgerðinu var það boð um að nú væri einhver orðin ólétt - og yfirleitt rættist það.
Ég er búin að taka eftir 2 rótarskotum úti í garði hjá mér í sumar og þar sem ég er svo hjátrúarfull þori ég ekki að klippa þá í burtu. Kannski er annar anginn Völu-angi, en hver á þá hinn ?? Kemur í ljós.
Hafðu það bara gott Vala mín og farðu vel með þig og gangi þér vel í skólanum.
Unnur frænka

6/9/07 10:30  
Anonymous Nafnlaus said...

En gaman að fa svona frettir í úlandinu..Vala mín dugleg stelpa.Bara til hamingju elsku dúllan mín..Vona bara að þú hafir það gott þessa mánuð..Ég hlakka allavega til að verða langommu systir..Annars er allt gott að frétta af mér frá Kóngsins Köbem.Sól og frábært veður..og gaman að vera hjá krökkunum.
Bestu kveðjur til ykkar allra og en og aftur til lykke
Helga

6/9/07 16:27  

Skrifa ummæli

<< Home