fimmtudagur, september 20, 2007

Frænka safnar sögum

Frænka okkar af Snæfellsnesinu er að safna sögum af langa-langömmu sinni, Guðrúni, sem var systir Njáls. Hún skrifaði mjög skemmtlegt blogg á síðuna sína þar sem hún biður fólk að senda sér sögur sem það kann af þessu fólki, Sigurrós og börnunum hennar Njáli, Guðrúnu og Júlíönu. Ég veit að þið lumið á einhverju.

4 Comments:

Blogger Gerður said...

Gleymdi að segja ykkur að hún er líka dóttur dóttir Laufeyjar, systur Valgerðar langömmu. Margföld fræanka okkar.

21/9/07 14:01  
Anonymous Nafnlaus said...

Gerður mín..Gaman að þessu en hvernig á maður að kunna sögur af karlinum.Það er helst að Gunnsteinn laumi á sögum ef ég þekki hann rétt,,En ég komst aldrei á skypið við ykkur mæðgin því miður elskan.Ég auðvitað kann ekki á það.Ég var ein með GI fyrstu helgina og seinni helgina var ég á ferðalagi.En endilega farðu á skypið til Jonathans hann er yfirleitt alltaf fyrir framan þessa tölvu sína..Bara svo frændurnir gætu aðeins spjallað saman.Hafðu það gott elskan og bestu kveðjur Helga

25/9/07 19:34  
Anonymous Nafnlaus said...

Gerður mín.
Bara segja þér að þessi frænka okkar þarf nú ekki að sækja viskuna til okkar Akurg.fjölsk. Hún hefur náttúrulega Hildibrand frænda sinn og Jón bróður hans, svo veit hún áreiðanlega hvað Gunnsteinn er fróður. En eitt man ég, að ég hef heyrt mömmu tala um þessi sambönd og þá var það helst það, að þegar þessi Rósa ætlaði að fara af heimilinu með börnin sín þá hafi sjálf eiginkonan, vinkona hennar beðið hana um að vera áfram. Það er erfitt að dæma í svona máli og á þessum tíma.
Allavega minnir mig að mamma hafi ekki talað um þetta með einhvern kala í brjósti.
Kv. MOR

26/9/07 15:57  
Anonymous Nafnlaus said...

Halló öll sömul.
Var að lesa þetta hjá henni "frænku" og finnst hún nú frekar dómhörð miðað við tóninn hjá mömmu þegar hún talaði um þetta samband sem ekki var oft. Ímyndaði mér alltaf að Rósa hetði nú borið hlýjar tilfinningar til Guðmundar??? En auðvitað var þetta í afskekktri sveit og ekki margir möguleikar í stöðunni.
Á ættarmótinu í Bár um árið var Njáll með einhverjar sögur af þessu sambandi þeirra Guðmundar og Rósu og ég man að það þótti það ekki öllum við hæfi að verið væri að rifja þetta upp!!!!
Það er sem sagt kynslóðin á undan okkur sem best veit um þetta en víst er þetta forvitnilegt allt saman.
Kveðja.
Hulda

30/9/07 14:02  

Skrifa ummæli

<< Home