laugardagur, maí 19, 2007

Solskynsbarn fer sigurfor um heiminn!


Gesti barst pakki i dag med Solskynsbarni. Hann var ekki lengi ad setjast nidur til ad lesa og gaf bokinni goda doma. Myndir af atburdinum ma sja a heimasidu Gests. Svo las eg adeins fyrir hann. Nu i kvold las eg meira og hann hafdi gaman af thott sumt skyldi hann ekki. Tha bad hann mig ad enduraka aftur og aftur thar til eg gat ordad thad a asaettanlegan hatt. Thetta verdur kvoldlestrarbokin okkar nuna og verdur klarud a naestu vikum. Mer lyst lika mjog vel a bokina. Thakkir til allra hlutadeigandi - mommu, pabba, Mariu og Huldu. Tengdamanna vard mjog imponerud yfir thvi ad ommusystir Gests hefdi gefid ut bok og spurdi hvort hun hefdi verid thydd a spaensku. Hugmynd... Thad er natturulega alger tilviljun ad strakurinn a kapunni er alveg eins og Stefan Mani / Unnar Oli / Oddur Ingi?

Gestur er ordinn hress, var hja laekninum i morgun. Lungun ordin hrein thott hann se med sma hosta enntha. Hann hefur thyngst um 1 1/2 til 2 kilo sidan vid komum hingad, ordinn 16,5 kg og 98cm - algjort troll.

Kaer kvedja til allra,

Gerdur og ko.

þriðjudagur, maí 15, 2007

Myndir frá Parísarferð

Ég og Erla komum frá París á sunnudaginn eftir frábærar 4 nætur í þessari yndislegu borg. Það var mikið skoðað og mikið labbað að sjálfsögðu. Ég fer hiklaust aftur til Parísar í framtíðinni :)

Myndirnar má finna hérna á Flickr síðunni minni.

mánudagur, maí 14, 2007

Gestur heim af spitalanum

Gestur var lagdur inn a spitala her i Managua a fostudaginn med byrjandi lungnabolgu og farinn ad thorna upp. Hann var med mjog mikinn hita og ogurlega slappur. Hann hresstist fljott vid oll lyfin sem hann fekk, vokva, bolgueydandi og syklalyf i aed, innondunarlyf og eg veit ekki hvad. I dag, manudag, fekk hann ad fara heim en verdur a lyfjum naestu 3 manudi. Vid thurfum ad passa vel upp a hann svo hann verdi ekki alltaf veikur, segir laeknirinn. Hann er hress og katur en ottaleg mattlitill og fljotur ad threytast. Thad erfidasta verdur orugglega ad hann ma ekki fara i sundlaugina sina i manud og alls ekki vera alsber. Veit ekki hvernig thad a ad ganga upp.

Thad var undarleg reynsla ad vera a einkaspitalan - allt kostar, en thjonustan er eins og a besta hoteli. Svo borgar tryggingin sem vinnan keypti fyrir mig.

En nu er Saul veikur. Eg sendi hann heim af spitalanum i gaer thvi hann var svo slappur (thvert gegn vilja minum hef eg tamid mer hardneskju modur minnar i gard sjuklinga) en hann kom a bradavaktina um kvoldid med 39,7 stiga hita. Hann er med bronkitis og fullt af lyfjum til ad taka. Eg get thvi ekki skild Gest eftir hja honum eins og til stod, en tharf ad sinna tveimur sjuklingum heima! Ekki spennandi. Spitalamyndir a gdg.barnaland.is

Kaer kvedja ur brennandi sol og 36 stiga hita, hosta og kvefi,

Gerur og co.

miðvikudagur, maí 09, 2007

Sorg, hamingja og tvöfalt afmæli

Komið þið sæl elsku fjölskylda.

Nú er aldeilis tilefni til bréfaskrifta, enda nóg búið að gerast síðustu vikur.

Í lok apríl fórum við fjölsyldan í nokkuð fyrirvaralausa heimför til Íslands og var erindið ekkert sérlega ánægjulegt. Amma hennar Erlu (mamma hans Runa) hún Guðrún er búin að berjast við krabbamein frá því í Apríl í fyrra. Hún hafði verið hress þangað til í byrjun árs en hafði hægt og rólega hrakað undanfarið svo tekin var ákvörðun um að fara heim og fylgja henni síðustu metrana. Hún lést á líknardeildinni í Kópavogi laugardaginn eftir að við komum, 72 ára að aldri. Jarðaförin var haldin í Hallgrímskirkju og heyrði ég hjá aðstandendum að um 500 manns hafi látið sjá sig í kirkjunni og uþb. 350 manns í erfðadrykkjunni.

Sama dag og jarðaförin var haldin átti Guðjón Ingi þriggja ára afmæli. Hann er að verða svo stór þessi elska. Því miður var ekki mikið um hátíðarhöld þann daginn svo ákveðið var að hittast í rólegheitum á sunnudeginum og klára kökurnar úr erfðadrykkjunni.

Seinna um kvöldið fórum við Erla svo í bíltúr niður í Gróttu sem hefur verið "okkar" staður frá því að við byrjuðum saman. Undirskrifaður ákvað að fara niður á skeljarnar og bað konunnar sem hann hefur haldið svo mikið upp á sl. 6 ár :) Hún sagði að sjálfsögðu já ....

Á mánudeginum fór svo Guðjón Ingi í flugferð austur til afa síns og Gurru ömmu á Egilstöðum og ætlar að vera þar fram á sunnudag og koma svo heim til Danmörku með Runólfi og Heiðrúnu. Við Erla hringdum í hann í gær og hann var svo upptekinn hjá afa sínum, nýbúinn að fá Latabæjar stígvél og svo þurfti að sinna Rán líka (Hundinum hans Guðjóns) því hún er svo hvolpafull ... ekkert smá gaman í sveitinni!

Eins og það hafi ekki verið nóg þá er ég sjálfur orðinn 30 ára í dag. Geri aðrir betur!! Afmælisgjöfin mín frá Erlu er ferð til Parísar og erum við að fara strax í fyrramálið (hvar er betra að halda upp á nýja trúlofun en í borg elskenda?).

Bið að heilsa öllum heima á Íslandi. Viva la France!!


Kveðjur frá Kaupmannahöfn.

Jonathan